Kúnninn ræður hvar hann kaupir flugelda

Félagar í björgunarsveitunum í óðaönn í gær að undirbúa flugeldasöluna.
Félagar í björgunarsveitunum í óðaönn í gær að undirbúa flugeldasöluna. mbl.is/Árni Sæberg

Sala flugelda hefst í dag og hefst þar með flugeldavertíð björgunarsveita, íþróttafélaga og einkaaðila sem hafa staðið í ströngu við undirbúning vertíðarinnar upp á síðkastið.

Er markaðurinn þekktur fyrir að vera erfiður enda samkeppni mikil og heimilaður sölutími stuttur en heimilt er að selja flugelda frá 28. desember til 6. janúar ár hvert.

Nokkuð hefur komið upp í orðræðu manna upp á síðkastið, sér í lagi á samfélagsmiðlum, að fólk sé hvatt til að styrkja björgunarsveitir landsins með því að kaupa flugelda af þeim fremur en af einkaaðilum sem selji flugelda í hagnaðarskyni.

Einhver „fussar“ á hverju ári

Einar Ólafsson, sem rekur flugeldasöluna Alvöru flugeldar, segist hafa orðið var við slíka orðræðu. „Það er á hverju einasta ári sem einhver „fussar“. Á Facebook er einhver lítill, hávær hópur. En það er ekkert sem kemur mér úr jafnvægi,“ segir Einar í umfjöllun um mál þetta í Morgunbaðinu í dag.

Flugeldar gerðir klárir fyrir sölu.
Flugeldar gerðir klárir fyrir sölu. mbl.is/Árni Sæberg
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert