Forsætisráðherra minnist Vilhjálms

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra minnist Vilhjálms Einarssonar, sem lést í gær, á facebooksíðu sinni. Hún segir að Vilhjálmur hafi verið þjóðhetja og að afrek hans á Ólympíuleikunum í Melbourne hafi markað djúp spor í Íslandssöguna.

Afrekið hafi verið einstætt fyrir fámenna þjóð sem hafi orðið lýðveldi aðeins tólf árum fyrr.

Katrín minnist þess einnig þegar hún hitti Vilhjálm þegar minjasvæðið við Skriðuklaustur í Fljótsdal var formlega opnað árið 2012.

„Ég var þarna mætt til að opna svæðið en þurfti að fá lánaða úlpu hjá þjóðminjaverði sökum óvenju mikils kulda. Vilhjálmur bætti um betur og breiddi yfir mig teppi þar sem við sátum saman við þessa minnisstæðu athöfn og bjargaði þar með heilsu minni. Blessuð sé minning hans,“ skrifar hún.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert