Tekur sér frest til hádegis á morgun

Heimili Kristjáns Gunnars í vesturbænum.
Heimili Kristjáns Gunnars í vesturbænum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Dóm­ari við Héraðsdóm Reykja­vík­ur tók sér frest til há­deg­is á morg­un til að taka af­stöðu til kröfu lög­reglu um áfram­hald­andi gæslu­v­arðhald yfir Kristjáni Gunn­ari Valdi­mars­syni. 

Þetta staðfest­ir Karl Stein­ar Vals­son, yf­ir­lög­regluþjónn. Kristján Gunn­ar var því hand­tek­inn að kröfu rík­is­sak­sókn­ara og verður í vörslu lög­reglu þangað til að niðurstaða dóm­ara ligg­ur fyr­ir. Karl Stein­ar seg­ir að þessi at­b­urðarrás virk­ist þegar dóm­ari tel­ur sig þurfa lengri frest til þess að meta kröfu lög­reglu, en farið var fram á áfram­hald­andi gæslu­v­arðhald. 

Kristján var leidd­ur fyr­ir dóm­ara í há­deg­inu, en gæslu­v­arðhald yfir hon­um renn­ur út núna kl 16. Til rysk­inga kom fyr­ir utan héraðsdóm þegar ónefnd­ur maður reyndi að koma í veg fyr­ir að fjöl­miðlar næðu mynd­um af Kristjáni þegar hann var leidd­ur út í lög­reglu­bíl á ný. 

Kristján Gunn­ar var hand­tek­inn aðfaranótt aðfanga­dags vegna gruns um að hann hefði haldið ungri konu nauðugri á heim­ili sínu í 10 daga og brotið gegn henni kyn­ferðis­lega. Var hann lát­inn laus úr haldi að skýrslu­töku lok­inni en síðan aft­ur hand­tek­inn að morgni jóla­dags, þá grunaður um að hafa haldið tveim­ur kon­um nauðugum þá um nótt­ina og brotið gegn þeim kyn­ferðis­lega.

Málið hef­ur vakið mikla at­hygli en Kristján er lektor við Há­skóla Íslands og einn helsti skatta­sér­fræðing­ur lands­ins. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert