Ferðuðust 7.607 km í desember

Eyþór Máni Steinarsson fór um á rafskútu í snjókomunni.
Eyþór Máni Steinarsson fór um á rafskútu í snjókomunni. Ljósmynd/Hopp

Landsmenn voru duglegir að nýta sér rafskútur frá rafskútuleigunni Hopp sem ferðamáta í desember, þrátt fyrir hálku og snjó. Samtals ferðuðust landsmenn á skútunum 7.607 kílómetra, sem jafngildir 5,7 hringferðum um Ísland.

Skúturnar eru komnar á nagladekk og höndla því íslenskar aðstæður vel. Þó var lokað fyrir leiguna í óveðrinu í byrjun mánaðar, en mörkin eru dregin við appelsínugula viðvörun. Nýlega var skútunum fjölgað úr 60 í 100.

Forsvarsmenn Hopp hafa ákveðið að gefa allan ágóða sem verður af rafskútuleigunni í dag til Landsbjargar. Í tilkynningu frá Hopp segir að styrkurinn sé veittur þar sem Landsbjörg vinni mikilvægt starf fyrir „alla landsmenn og öll þau sem heimsækja fallegu eyjuna okkar. Styrkið Landsbjörg endilega á annan hátt en með flugeldum“.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert