Öldungum mun fjölga á næstu árum

Þegar horft er fram á veg er ljóst að öldruðum …
Þegar horft er fram á veg er ljóst að öldruðum mun fjölga mikið. mbl.is/RAX

Nú eru 52 Íslendingar 100 ára eða eldri og hafa þeir aðeins einu sinni verið fleiri. Þeir voru 53 í júní árið 2018, samkvæmt upplýsingum frá Jónasi Ragnarssyni ritstjóra, sem heldur úti síðunni Langlífi á Facebook.

Fyrir fimmtíu árum voru fimm Íslendingar á lífi hundrað ára eða eldri, fyrir tuttugu árum voru þeir 25 og því er spáð að þeir verði 100 eftir tuttugu ár.

Á árinu sem nú er að líða náðu 26 Íslendingar 100 ára aldri. Allir nema fimm þeirra eru á lífi í lok ársins. Um þrjátíu geta náð þessum áfanga á næsta ári og má búast við heldur fleiri næstu ár þar á eftir, að því er fram kemur í umfjöllun um fjölgun öldunga hér á landi í Morgunblaðinu ídag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert