Samfylkingin mælist stærst

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. mbl.is/​Hari

Samfylkingin mælist stærsti stjórnmálaflokkurinn á þingi í nýrri skoðanakönnun Maskínu, sem birt var í hádegisfréttum Stöðvar 2. Flokkurinn mælist með 19,0% stuðning. Sjálfstæðisflokkurinn kemur næstur með 17,6% en fylgi flokksins hefur aldrei mælst minna.

Viðreisn og Píratar fylgja á eftir en hvor flokkur mælist með 14,0% fylgi, umtalsvert meira en flokkarnir fengu í síðustu þingkosningum. 12,1% aðspurðra segjast myndu kjósa Miðflokkinn og 11,7% Vinstri græna. Þá hyggjast 7,4% greiða Framsóknarflokknum atkvæði sitt.

Flokkur fólksins rekur lestina með 4,1% stuðning, en það myndi að öllum líkindum ekki nægja flokknum til að fá mann inn á þing.

Könnunin var gerð dagana 12. til 20. desember og var úrtak 914 manns. Alls tóku um 60% aðspurðra afstöðu til spurningarinnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka