Ekki ásættanlegt háttalag

Guðmundur Ingi umhverfisráðherra.
Guðmundur Ingi umhverfisráðherra. mbl.is/Ómar Óskarsson

Guðmund­ur Ingi Guðbrands­son um­hverf­is- og auðlindaráðherra seg­ir eitt­hvað rangt við það að hlut­ur sem hann noti aðeins í nokkr­ar mín­út­ur verði áfram til í mörg hundruð ár. Finnst hon­um sú til­hugs­un vera óþægi­leg. 

„Mér finnst við ekki leng­ur geta leyft okk­ur þetta hátta­lag, nú þegar við vit­um hvaða áhrif það hef­ur á jörðina okk­ar,“ skrif­ar Guðmund­ur Ingi á Face­book, en fyr­ir jól setti ráðherr­ann í sam­ráðsgátt drög að frum­varpi til laga sem tak­mark­ar notk­un á einnota plasti. 

Meðal vara sem verða bannaðar á markaði eru einnota bóm­ullarp­inn­ar úr plasti, plast­disk­ar, -hnífa­pör, -sogrör, -hrærip­inn­ar og blöðruprik sem og matarílát, drykkjarílát og boll­ar úr frauðplasti. 

„Við get­um svo vel notað aðra hluti í staðinn. Frum­varps­drög­in gera líka ráð fyr­ir að einnota plast­boll­ar og matarílát sem maður fær t.d. á skyndi­bita­stöðum megi ekki leng­ur vera ókeyp­is,“ skrif­ar Guðmund­ur Ingi. „Þetta er stórt skref fram á við þegar kem­ur að plast­meng­un.“

Í frum­varp­inu er einnig tekið fram að merkja skuli sér­stak­lega einnota plast­vör­ur með upp­lýs­ing­um um meðhöndl­un vör­unn­ar eft­ir notk­un og nei­kvæð áhrif vör­unn­ar ef hún berst út í um­hverfið. Dæmi um vör­ur sem sú grein tæki til eru ýms­ar tíðar­vör­ur, blautþurrk­ur, ýms­ar tób­aksvör­ur og boll­ar fyr­ir drykkjar­vör­ur. 

Frum­varp Guðmund­ar hef­ur ekki farið var­hluta af gagn­rýni, en um­hverf­is­sam­tök­in Blái her­inn hafa sagt að frum­varpið sé ekki til þess fallið að breyta því að Íslend­ing­ar eru eft­ir­bát­ar þeirra þjóða sem við ber­um okk­ur sam­an við þegar kem­ur að flokk­un.



mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert