Andlát: Jón Valur Jensson

Jón Valur Jensson.
Jón Valur Jensson.

Jón Val­ur Jens­son, guðfræðing­ur og ætt­fræðing­ur, varð bráðkvadd­ur á heim­ili sínu aðfaranótt 6. janú­ar, sjö­tug­ur að aldri.

Jón var fædd­ur í Reykja­vík 31. ág­úst 1949, einn þriggja barna þeirra Jens Hinriks­son­ar vél­stjóra og Krist­ín­ar Jónu Jóns­dótt­ur konu hans.

Jón Val­ur varð stúd­ent frá Mennta­skól­an­um í Reykja­vík 1971 og lauk prófi sem guðfræðing­ur, cand. theol, frá Há­skóla Íslands 1979. Síðar las hann sagn­fræði, lat­ínu og grísku við HÍ og lagði stund á fram­halds­nám við trú­ar­heim­speki og kristna siðfræði við há­skól­ann í Cambridge í Englandi.

Á fyrstu árum eig­in­legs starfs­fer­ils síns sinnti Jón Val­ur kennslu, meðal ann­ars á Ísaf­irði. Árið 1986 stofnaði hann Ætt­fræðiþjón­ust­una og sinnti upp frá því marg­vís­leg­um verk­efn­um tengd­um ætt­fræði; svo sem rann­sókn­um og kennslu. Þá starfaði hann í nokk­ur ár við próf­arka­lest­ur á Morg­un­blaðinu og fyr­ir fleiri út­gáf­ur.

Jón Val­ur sendi frá sér nokkr­ar ljóðabæk­ur og birti kveðskap í ýms­um blöðum og tíma­rit­um. Hann setti sam­an ætt­ar­töl­ur fjöl­margra Íslend­inga sem flest­ar hverj­ar komu aðeins út í fjöl­riti. Skrifaði einnig grein­ar um trú­ar­leg efni sem birt­ust í dag­blöðum og víðar.

Þekkt­ast­ur varð Jón Val­ur þó fyr­ir af­skipti sín af þjóðfé­lags­mál­um en hann lét oft til sín heyra á vett­vangi dags­ins. Þráður­inn í mál­flutn­ingi hans þar var gjarn­an krist­in gildi og þjóðhyggja, svo sem andstaða gegn fóst­ur­eyðing­um, Evr­ópu­sam­band­inu og Ices­a­ve meðan bar­átt­an þar stóð sem hæst.

Viðhorfs­grein­ar sín­ar birti Jón Val­ur meðal ann­ars á sam­fé­lags­miðlum og í blöðum, hann lét í sér heyra í síma­tím­um út­varps­stöðva og var áber­andi í bæj­ar­líf­inu í Reykja­vík og á hinum ýmsu manna­mót­um og fund­um. Var enn frem­ur í for­ystu sam­tak­anna Lífs­von­ar, sem berj­ast gegn fóst­ur­eyðing­um, og Krist­inna stjórn­mála­sam­taka sem starfað hafa allt frá ár­inu 2004 . Þá var hann í Kaþólska söfnuðinum á Íslandi.

Jón Val­ur var frá­skil­inn en læt­ur eft­ir sig fjög­ur börn á lífi og einn stjúp­son.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert