Lokað frá Mosfellsbæ að Kjalarnesi vegna alvarlegs slyss

Gámurinn sem féll af vöruflutningabifreið er hér hífður upp af …
Gámurinn sem féll af vöruflutningabifreið er hér hífður upp af götunni. mbl.is/Eggert

Vesturlandsvegi hefur verið lokað á milli afleggjarans að Þingvallavegi og Grundarhverfis á Kjalarnesi um óákveðinn tíma vegna alvarlegs umferðarslyss sem varð í Kollafirði á tólfta tímanum. Tveir hafa verið fluttir á slysadeild.

Valgarður Valgarðsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við mbl.is að gámur virðist hafa losnað aftan úr vöruflutningabifreið og lent á tveimur bílum.

Hann segist ekki geta sagt til um hversu alvarlegir áverkar þeirra tveggja sem fluttir voru á slysadeild eru.

Frá slysstað í Kollafirði. Unnið er að því að hreinsa …
Frá slysstað í Kollafirði. Unnið er að því að hreinsa veginn. mbl.is/Eggert

Óljóst hvenær hægt verður að opna veginn

Sjúkrabílar og dælubílar voru kallaðir á staðinn samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Unnið er að því að hreinsa slysstaðinn og óvíst er hversu langan tíma það mun taka, samkvæmt slökkviliðinu.

Vesturlandsvegi er lokað í báðar áttir við Kollafjörð.
Vesturlandsvegi er lokað í báðar áttir við Kollafjörð. Kort/Vegagerðin

Leiðindaveður er í Kollafirði og ljóst að stórvirkar vinnuvélar þarf til þess að hægt verði að fjarlægja ökutækin af staðnum.

Löng bílaröð myndaðist á Vesturlandsvegi.
Löng bílaröð myndaðist á Vesturlandsvegi. mbl.is/Eggert
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka