Ákvörðunin ekki hjá Isavia heldur ráðuneytinu

Frá Blönduósi.
Frá Blönduósi. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Ákvörðun um viðhalds­mál, þjón­ustu­stig og upp­bygg­ingu flug­vall­ar­ins á Blönduósi, sem og öðrum flug­völl­um á land­inu, er ekki á hendi Isa­via held­ur er það sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðuneytið sem ákveður slíkt. Þetta kem­ur fram í svari Guðjóns Helga­son­ar, upp­lýs­inga­full­trúa Isa­via, vegna orða Guðmund­ar Hauks Jak­obs­son­ar, for­manns byggðaráðs Blönduós­bæj­ar, um viðhalds­leysi á vell­in­um.

Í kjöl­far rútu­slyss­ins sem varð ná­lægt Blönduósi í gær vakti Guðmund­ur máls á því að flug­völl­ur­inn væri sá eini við þjóðveg eitt á milli Reykja­vík­ur og Ak­ur­eyr­ar. Sagði hann fólk á svæðinu hafa tuðað yfir þessu máli lengi en lítið gerst. Það væri hans sýn að Isa­via væri að reyna að loka vell­in­um og þá væri viðhaldi ábóta­vant.

Benti Guðmund­ur á að í vet­ur hafi fjöldi fjall­vega í kring­um svæðið verið lokaðir vegna veðurs og færðar, eins og Holta­vörðuheiði, Vatns­skarð, Þver­ár­fjall og Öxna­dals­heiði. „Hvað á að gera við öll slys sem verða á þjóðveg­in­um ef maður kemst hvorki lönd né strönd?“ spurði Guðmund­ur og vísaði til þess að þjón­usta sjúkra­stofn­ana hefði verið færð á Land­spít­al­ann og erfitt væri að kom­ast þangað við slík­ar aðstæður ef ekki væri flug­völl­ur.

Guðjón seg­ir að hjá Isa­via sé skiln­ing­ur fyr­ir þess­um sjón­ar­miðum, en að mik­il­vægt sé að staðreynd­um sé haldið til haga. „Það er ekki Isa­via sem tek­ur þess­ar ákv­arðanir sem þú fjall­ar um held­ur er það áður­nefnt ráðuneyti fyr­ir hönd ís­lenska rík­is­ins,“ seg­ir hann.

Guðmundur Haukur Jakobsson, formaður byggðaráðs Blönduósbæjar.
Guðmund­ur Hauk­ur Jak­obs­son, formaður byggðaráðs Blönduós­bæj­ar. Ljós­mynd/​Aðsend
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka