Sjö umsóknir bárust um embætti ríkislögreglustjóra sem auglýst var laust til umsóknar. Umsóknarfrestur rann út 10. janúar.
Umsækjendur voru eftirfarandi:
Þegar hafði verið greint frá því að Grímur, Halla, Páll og Sigríður Björk hefðu sótt um embættið.
Haraldur Johannessen tilkynnti í byrjun desember að hann ætlaði að láta af embætti eftir 22 ára starf sem ríkislögreglustjóri. Mun hann í framhaldinu veita dómsmálaráðherra sérstaka ráðgjöf á sviði löggæslumála sem meðal annars mun lúta að framtíðarskipulagi löggæslu.