Sjö sóttu um embætti ríkislögreglustjóra

Þegar hafði verið greint frá því að Grímur, Halla, Páll …
Þegar hafði verið greint frá því að Grímur, Halla, Páll og Sigríður Björk hefðu sótt um embættið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sjö umsóknir bárust um embætti ríkislögreglustjóra sem auglýst var laust til umsóknar. Umsóknarfrestur rann út 10. janúar.

Umsækjendur voru eftirfarandi: 

  • Arnar Ágústsson öryggisvörður
  • Grímur Grímsson, tengslafulltrúi Íslands hjá Europol
  • Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á Norðurlandi eystra
  • Kristín Jóhannesdóttir, lögfræðingur
  • Logi Kjartansson, lögfræðingur
  • Páll Winkel, fangelsismálastjóri
  • Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu

Þegar hafði verið greint frá því að Grímur, Halla, Páll og Sigríður Björk hefðu sótt um embættið.

Har­ald­ur Johann­essen til­kynnti í byrj­un des­em­ber að hann ætlaði að láta af embætti eft­ir 22 ára starf sem rík­is­lög­reglu­stjóri. Mun hann í fram­hald­inu veita dóms­málaráðherra sér­staka ráðgjöf á sviði lög­gæslu­mála sem meðal ann­ars mun lúta að framtíðar­skipu­lagi lög­gæslu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert