Fylgi Sjálfstæðisflokksins nær óbreytt

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sjálfstæðisflokkurinn mælist með mest fylgi stjórnmálaflokka á Alþingi eða 20,3% samkvæmt niðurstöðum nýjustu könnunar MMR á fylgi stjórnmálaflokka og stuðningi við ríkisstjórn. Er fylgi Sjálfstæðisflokksins nær óbreytt frá síðustu könnun.

Næst á eftir Sjálfstæðisflokknum kemur Samfylkingin með 16,8% fylgi, rúmlega tveimur prósentustigum hærra en við síðustu mælingu. Miðflokkurinn kemur þar á eftir með 12,9% fylgi, rúmlega prósentustigi minna en við síðustu mælingu.

Stuðningur við ríkisstjórnina mældist 41,2%. Könnunin var framkvæmd 3. til 13. janúar og var heildarfjöldi svarenda 2.057 einstaklingar.

Nánari upplýsingar um niðurstöður könnunarinnar má finna hér. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert