Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra mun kynna áform um stofnun hálendisþjóðgarðs á opnum fundi í húsnæði Háskóla Íslands að Stakkahlíð í Reykjavík í dag, og hefst fundurinn klukkan 11. Fylgjast má með fundinum hér að neðan eða á heimasíðu Stjórnarráðsins.
Á fundinum mun ráðherra fara yfir forsendur og markmið með stofnun garðsins, auk þess að kynna helstu atriði frumvarps þar að lútandi, að því er segir í tilkynningu frá Stjórnarráðinu.
Upphaflega átti að halda fundinn í Reykjavík mánudaginn 13. janúar í Veröld — húsi Vigdísar, en fundaröðin fór úr skorðum vegna óveðurs sem gekk yfir landið, og þurfti í tvígang að fresta fundum.