Lítill stuðningur við fjölmiðlafrumvarp

Aðeins rúmur fjórðungur þeirra sem taka afstöðu í nýrri könnun sem Zenter rannsóknir gerðu fyrir Fréttablaðið er hlynntur hugmyndum um fjárstuðning hins opinbera við einkarekna fjölmiðla. Rúm 44 prósent segjast andvíg hugmyndunum en tæp 30 prósent eru hvorki hlynnt né andvíg. Þetta kemur fram í frétt Fréttablaðsins í dag.

Frumvarp Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, um stuðning við einkarekna fjölmiðla er nú til meðferðar hjá allsherjar- og menntamálanefnd. Samkvæmt frumvarpinu verður 400 milljónum veitt árlega í stuðning til einkarekinna fjölmiðla að ákveðnum skilyrðum uppfylltum.

Minnstur stuðningur mælist hjá stuðningsfólki Sjálfstæðisflokksins, 19 prósent, en 55 prósent eru andvíg. Mestur stuðningur mælist hjá Samfylkingarfólki en 44 prósent þess eru hlynnt áformunum, segir enn fremur í frétt Fréttablaðsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert