Bíða og sjá hvernig atvinnuleysi þróast

Við Hörpu. Kólnun er á byggingarmarkaði.
Við Hörpu. Kólnun er á byggingarmarkaði. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Eftir að WOW air féll hef ég reglulega lagt fram minnisblað hjá ríkisstjórn varðandi vinnumarkaðinn og atvinnuleysið. Þetta var hluti af því,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, um nýja greiningu Vinnumálastofnunar á stöðunni.

„Við höfum talið að ekki sé ástæða til að fara út í sértækar aðgerðir að svo komnu máli heldur teljum við rétt að fylgjast með því hvernig hagsveiflan þróast og hagvöxturinn fer af stað á vormánuðum og hvaða áhrif það hefur á atvinnuleysið. Að svo stöddu er það mat bæði míns ráðuneytis og ríkisstjórnarinnar að ekki sé ástæða til að fara af stað með sértækar aðgerðir eins og gert var eftir efnahagshrunið eða eitthvað slíkt,“ segir Ásmundur Einar.

Samkvæmt spá Vinnumálastofnunar mun atvinnuleysi halda áfram að aukast fram á næsta ár, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert