Hjón fá fimm milljónir í bætur

Landspítalinn.
Landspítalinn. mbl.is/Árni Sæberg

Rík­is­lögmaður hef­ur fall­ist á að greiða hjón­um fimm millj­ón­ir króna í miska­bæt­ur og 1,8 millj­ón­ir í máls­kostnað vegna mistaka á fæðing­ar­deild Land­spít­al­ans sem urðu til þess að ný­fætt barn þeirra lést.

Þetta kom fram í út­varps­frétt­um RÚV.

Sig­ríður Eyrún Friðriks­dótt­ir og Karl Ol­geirs­son misstu son sinn Nóa Hrafn árið 2015 en þau ræddu op­in­skátt um þessa lífs­reynslu í Kast­ljósi Sjón­varps­ins árið 2016.

Málið hef­ur velkst um í kerf­inu í fimm ár. Spít­al­inn gekkst við mis­tök­um starfs­fólks síns. Lög­regl­an hef­ur rann­sakað málið frá haust­inu 2016. Í sept­em­ber síðastliðnum stefndi lögmaður hjón­anna Land­spít­al­an­um til greiðslu miska- og skaðabóta vegna at­viks­ins og hóf­ust samn­ingaviðræður snemma á þessu ári.

Á mánu­dag var skrifað und­ir sam­komu­lagið um bæt­urn­ar, sem eru mun lægri en farið var fram á.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert