Lilja ræddi um jafnrétti í lávarðadeildinni

Viðburðurinn í lávarðadeildinni var skipulagður af bresku hugveitunni Henry Jackson …
Viðburðurinn í lávarðadeildinni var skipulagður af bresku hugveitunni Henry Jackson Society. Ljósmynd/Mennta- og menningarmálaráðuneytið

Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hélt fyrirlestur um jafnréttismál í lávarðadeild breska þingsins í vikunni, en þar fjallaði hún um stöðu kvenna í stjórnmálum og á vinnumarkaði. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef ráðuneytisins.

„Jafnrétti er grundvöllur réttláts samfélags. Jafnrétti milli kynjanna stuðlar að öðru jafnrétti og frelsi í okkar samfélagi. Ég fjallaði um þrjár meginástæður þess að staða kvenna á Íslandi er jafn góð og raun ber vitni en þær tel ég vera gott aðgengi að menntun, jafnt aðgengi barna að leikskólum og lenging fæðingarorlofsins fyrir báða foreldra. Síðan eigum við einnig margar mikilvægar kvenfyrirmyndir, eins og frú Vigdísi Finnbogadóttur,“ er haft eftir Lilju í tilkynningu um þennan viðburð, sem skipulagður var af bresku hugveitunni Henry Jackson Society.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert