Losun frá flugsamgöngum dróst saman um 44%

Samdráttinn má rekja til fækkunar flugfélaga í millilandaflugi, en tvö …
Samdráttinn má rekja til fækkunar flugfélaga í millilandaflugi, en tvö íslensk flugfélög hættu rekstri í lok árs 2018 og upphafi árs 2019. mbl.is/​Hari

Sam­kvæmt bráðabirgðaút­reikn­ing­um hef­ur los­un kol­díoxíð (CO2) ígilda frá flug­sam­göng­um dreg­ist sam­an um 44% á milli ár­anna 2018 og 2019. Sam­drátt­inn má rekja til fækk­un­ar flug­fé­laga í milli­landa­flugi, en tvö ís­lensk flug­fé­lög hættu rekstri í lok árs 2018 og upp­hafi árs 2019. Los­un í flugrekstri jókst hins veg­ar um 5% á milli ár­anna 2017 og 2018. Los­un hér tek­ur ein­göngu til­lit til rekst­urs ís­lenskra fé­laga en ekki los­un­ar vegna flug­ferða er­lendra flug­fé­laga sem hafa viðkomu á Íslandi, seg­ir í frétt á vef Hag­stofu Íslands.

Los­un frá sjó­flutn­ing­um eykst tölu­vert árið 2018 en er svipuð milli ár­anna 2018 og 2019. Heild­ar­los­un frá stóriðju breyt­ist lítið á ár­un­um 2017-2019, en hins veg­ar er nokk­ur mis­mun­ur í los­un eft­ir at­vinnu­grein­um sem telj­ast til stóriðju.

Los­un frá málm­fram­leiðslu lækkaði um tæp 110 kílót­onn CO2 ígilda á milli 2018 og 2019, en þessa lækk­un má rekja til minni fram­leiðslu og bil­ana í verk­smiðjum. Los­un CO2 ígilda frá kís­il­ver­um jókst hins veg­ar um nær sama magn á sama tíma.

Töl­ur um los­un fyr­ir árin 2018 og 2019 eru bráðabirgðatöl­ur og gefa vís­bend­ingu um þróun los­un­ar frá hag­kerfi Íslands. Töl­urn­ar verða end­ur­skoðaðar þegar ná­kvæm­ari gögn liggja fyr­ir, eða þegar og ef aðferðafræði verður end­ur­skoðuð, seg­ir enn frem­ur í frétt Hag­stofu Íslands.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert