„Einstakt í heiminum“

„Mikilvægi ferðaþjónustu og flugs er mjög mikið fyrir íslenskt hagkerfi. …
„Mikilvægi ferðaþjónustu og flugs er mjög mikið fyrir íslenskt hagkerfi. Heildarhlutdeild flugs og ferðaþjónustu á þessu tímabili er rúmlega 38% [af VLF] sem er einstakt í heiminum og endurspeglar mikilvægi þessara greina fyrir hagkerfi og mikilvægi þess að þær nái að vaxa og dafna áfram,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, um niðurstöður nýrrar skýrslu IATA. mbl.is/Árni Sæberg

Flugrekst­ur og af­leidd störf skila rúm­um 1.213 millj­örðum króna til vergr­ar lands­fram­leiðslu (VLF) á Íslandi. Þetta er meðal þess sem fram kem­ur í nýrri skýrslu Alþjóðasam­bands flug­fé­laga (IATA) þar sem fjallað er um mik­il­vægi flug­sam­gangna og ferðaþjón­ustu fyr­ir Ísland. 

Hlut­fall flugrekst­urs af vergri lands­fram­leiðslu Íslands er 38,3%. Bogi Nils Boga­son, for­stjóri Icelanda­ir Group, seg­ir það ein­stakt á heimsvísu, en hann var meðal þeirra sem tók þátt  í pall­borðsum­ræðum þegar skýrsl­an var kynnt á fundi IATA, Icelanda­ir og Sam­taka ferðaþjón­ust­unn­ar í dag. 

„Mik­il­vægi ferðaþjón­ustu og flugs er mjög mikið fyr­ir ís­lenskt hag­kerfi. Heild­ar­hlut­deild flugs og ferðaþjón­ustu á þessu tíma­bili er rúm­lega 38% sem er ein­stakt í heim­in­um og end­ur­spegl­ar mik­il­vægi þess­ara greina fyr­ir hag­kerfi og mik­il­vægi þess að þær nái að vaxa og dafna áfram,“ seg­ir Bogi í sam­tali við mbl.is. 

437 millj­arðar króna koma beint úr flugrekstr­in­um sjálf­um, það er frá flug­fé­lög­um, flug­völl­um og þjón­ustu á jörðu niðri. Rúm­lega 550 millj­arðar króna koma frá ferðamönn­um sem koma hingað til lands. 

IATA, Alþjóðasamtök flugfélaga, Icelandair Group og Samtök ferðaþjónustunnar efndu til …
IATA, Alþjóðasam­tök flug­fé­laga, Icelanda­ir Group og Sam­tök ferðaþjón­ust­unn­ar efndu til op­ins fund­ar í dag um mik­il­vægi flug­sam­gangna og ferðaþjón­ustu fyr­ir Ísland. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

72.000 störf sem rekja má til flugrekstr­ar

Flugrekst­ur stend­ur und­ir 72.000 störf­um hér á landi, þar af eru 11.000 störf sem til­heyra flugrekstri með bein­um hætti. 14.000 störf eru studd óbeint af aðfanga­keðju flugrekstr­ar­ins og 6.000 störf sem leiða af neyslu starfs­manna flugrekstr­ar­ins og aðfanga­keðju hans. Til viðbót­ar eru 41.000 manns sem starfa við af­leidd störf.  

Í skýrsl­unni kem­ur fram að Ísland er mik­il­væg­ur tengipunkt­ur við borg­ir víða um heim og hef­ur flug­sæt­um til Norður-Am­er­íku fjölgað um 317% frá 2013 til 2018, en töl­ur í skýrsl­unni miðast við árið 2018. Þá hef­ur flug­sæt­um til Evr­ópu fjölgað um 58% á sama tíma. 

Bogi seg­ir teng­ing­ar við önn­ur lönd end­ur­spegla bæði styrk Kefla­vík­ur sem tengimiðstöðvar sem og leiðar­kerfið Icelanda­ir. 

„Það kem­ur skýrt fram að flug­teng­ing­ar milli Íslands og annarra landa eru mun meiri en hjá nokkru öðru Evr­ópu­ríki, miðað við mann­fjölda, og í raun líka ef mann­fjöld­a­reikn­ing­um er sleppt,“ seg­ir hann. 

Rafael Schartzman, forstjóri IATA í Evrópu, hélt erindi um framtíð …
Rafa­el Schartzm­an, for­stjóri IATA í Evr­ópu, hélt er­indi um framtíð flugs­ins á opn­um fundi IATA, Icelanda­ir og Sam­taka ferðaþjón­ust­unn­ar í dag. Þór­dís Kol­brún R. Gylfa­dótt­ir, ráðherra ferðamála, hélt opn­un­ar­ávarp og Bogi Nils Boga­son, for­stjóri Icelanda­ir Group, tók þátt í pall­borðsum­ræðum. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Áskor­an­ir tengj­ast sam­keppn­is­hæfni Íslands

Á fund­in­um var einnig fjallað um sam­keppn­is­hæfni flugrekstr­ar á Íslandi og upp­bygg­ingu og framtíð sjálf­bærr­ar ferðaþjón­ustu og seg­ir Bogi að áskor­an­ir í ferðaþjón­ustu snú­ist einna helst að sam­keppn­is­hæfni lands­ins sem áfangastaðar fyr­ir ferðamenn. 

„Það er ým­is­legt sem ferðamaður­inn er að kaupa sem er dýr­ara en í mörg­um lönd­um sem við erum að keppa við. En á sama tíma er af­koma margra ferðaþjón­ustu­fyr­ir­tækja ekki nógu góð. Þetta er ekki sjálf­bært ástand að verðlag sé svona hátt en á sama tíma sé af­koma í grein­inni frek­ar slæm. Það þarf að auka fram­leiðni í grein­inni, það er verk­efni grein­ar­inn­ar og hið op­in­bera þarf að vinna með grein­inni í því. Eins og fram kem­ur í skýrsl­unni er þessi at­vinnu­grein mjög mik­il­væg fyr­ir áfram­hald­andi hag­vöxt í land­inu.“

Spurður um aðgerðir sem hið op­in­bera þurfi að grípa til seg­ir Bogi að fyrst og fremst verði að lækka skatta og gjöld á grein­ina og ein­falda reglu­verkið. „Við sjá­um það að skatt­lagn­ing á Íslandi er mjög há í sam­an­b­urði við þau lönd sem við ber­um okk­ur sam­an við. Þannig get­ur hið op­in­bera hjálpað til í þessu.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert