Grindvíkingar þurfa að vera við öllu búnir

Fannar Jónasson bæjarstjóri og Ólafur Helgi Kjartansson lögreglustjóri settust niður …
Fannar Jónasson bæjarstjóri og Ólafur Helgi Kjartansson lögreglustjóri settust niður með blaðamanni mbl.is eftir stöðufund heimamanna í húsakynnum björgunarsveitarinnar í morgun. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Það er ekki út­lit fyr­ir það að þetta sé að bera að með ein­hverj­um bráðum hætti, en ef mál þró­ast áfram eins og lít­ur út í dag, að þetta landris haldi áfram, þá þurf­um við að vera við öllu búin, en mestu máli skipt­ir að við séum vel upp­lýst og í góðu sam­bandi við þá sem vakta þetta,“ seg­ir Fann­ar Jónas­son, bæj­ar­stjóri í Grinda­vík.

mbl.is ræddi við hann og Ólaf Helga Kjart­ans­son, lög­reglu­stjóra á Suður­nesj­um, eft­ir „stöðufund heima­manna“ sem fram fór í Grinda­vík í morg­un.

„Við vor­um að stilla sam­an streng­ina,“ seg­ir bæj­ar­stjór­inn, en fund­ur­inn fór fram í hús­næði björg­un­ar­sveit­ar­inn­ar Þor­bjarn­ar. Hann sátu bæj­ar­stjórn­in, lyk­il­starfs­menn bæj­ar­fé­lags­ins, lög­regla, al­manna­varna­nefnd bæj­ar­ins auk full­trúa frá HS Orku, HS Veit­um og Bláa lón­inu.

„Þetta er sá hóp­ur sem hef­ur verið að vinna frá því í gær­morg­un við að und­ir­búa það sem við þurf­um að hafa til­tækt hér heima við þegar og ef þetta landris leiðir til al­var­legri viðburða,“ seg­ir Fann­ar.

Mik­il­vægt að kynna áætlan­ir vel fyr­ir fólki

Ólaf­ur Helgi seg­ir að fyrst og fremst þurfi að tryggja að viðbragðið verði rétt, ef eitt­hvað ger­ist, sem von­andi verði ekki. „Það er greini­legt að það þarf að út­búa viðbragðsáætl­un og rým­ingaráætl­un og kynna það vel fyr­ir fólki, í þeirri von auðvitað að það ger­ist ekk­ert. Svo eru alls kon­ar þætt­ir sem varða hvernig fólk kemst í burtu, hvernig á að stýra því og líka varðandi Bláa lónið,“ seg­ir lög­reglu­stjór­inn.

Fannar segir mjög gott að vita til þess að HS …
Fann­ar seg­ir mjög gott að vita til þess að HS Orka og HS Veit­ur séu, rétt eins og Veður­stofa Íslands, að auka vökt­un og mæl­ing­ar hjá sér. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Bæj­ar­stjór­inn gríp­ur orðið: „Þar geta verið á annað þúsund manns á hvaða tíma sem er, þannig að það er ekki bara að rýma bæ­inn hér eða hluta hans, held­ur að koma ferðamönn­um í ör­uggt skjól sem þar kunna að vera og svo þarf að huga að starfs­mönn­um HS Orku.“

Auk­in vökt­un hjá HS Orku og HS Veit­um

Fann­ar seg­ir að HS Orka og HS Veit­ur séu mjög mik­il­væg fyr­ir­tæki fyr­ir Grind­vík­inga, enda sjá þau um að út­vega bæði kalt og heitt vatn til bæj­ar­ins. Full­trú­ar fyr­ir­tækj­anna greindu frá því á fund­in­um að þar væri búið að gera áætlan­ir um viðbrögð við landris­inu, verið sé að auka mæl­ing­ar og vökt­un, fjölga GPS-mæl­um. „Það er mjög gott að vita til þess,“ seg­ir bæj­ar­stjór­inn.

Bæta við lög­reglu­bíl í Grinda­vík

Lög­regla mun auka viðbúnað sinn í Grinda­vík vegna óviss­unn­ar sem nú er uppi. Ólaf­ur Helgi seg­ir að einn auka lög­reglu­bíll verði öll­um stund­um í Grinda­vík, til viðbót­ar við þá lög­reglu­menn sem eru hér að staðaldri. „Það hef­ur líka verið rætt, en hef­ur þó ekki verið út­rætt, að hugs­an­lega yrðu ein­hverj­ar sjúkra­bif­reiðar til taks hér ef á þyrfti að halda, en þetta er auðvitað eitt­hvað sem er að þró­ast dag frá degi,“ seg­ir Ólaf­ur Helgi.

Mik­il­vægt að fræða börn­in um stöðuna

„Aðal­atriðið er það að taka á þessu, eins og bæj­ar­stjórn er að gera, með fag­leg­um hætti og með þeim hætti að það valdi ekki óróa hjá íbú­um bæj­ar­ins. Svo segi ég eins og oft áður, það á að nota skól­ana til þess að upp­fræða börn­in, þau eru oft bestu kenn­ar­ar for­eldr­anna,“ bæt­ir lög­reglu­stjór­inn við.

Ólafur Helgi segir mikilvægt að fræða börn og ungmenni í …
Ólaf­ur Helgi seg­ir mik­il­vægt að fræða börn og ung­menni í Grinda­vík um stöðu mála og að tekið verði fag­lega á mál­um svo íbú­ar bæj­ar­ins finni ekki fyr­ir óró­leika. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

„Öll óvissa vek­ur ugg og kvíða. Þess vegna skipt­ir svo miklu máli að fá sem best­ar, rétt­ast­ar og ný­leg­ast­ar upp­lýs­ing­ar hverju sinni. Þess vegna erum við með íbúa­fund klukk­an 16 í dag, þar sem okk­ar fær­ustu vís­inda­menn munu út­skýra það hvað er á seyði, hvers má vænta og eins verður þarna teymi frá al­manna­vörn­um og lög­reglu­embætt­inu. Von­andi sjá sem flest­ir sér fært að mæta á þenn­an fund, eða fylgj­ast með  streymi, vegna þess að ég held að upp­lýs­ing­in og vitn­eskj­an um hvað þetta þýðir fyr­ir okk­ur skipti lang­mestu máli,“ seg­ir bæj­ar­stjór­inn, en íbúa­fund­ur­inn í Grinda­vík fer fram í íþrótta­hús­inu Röst­inni.

„Á þess­ari stundu ligg­ur ekki fyr­ir hvort hér sé um kvikuinn­skot að ræða, það kann að vera að þessi breyt­ing sé af ein­hverj­um öðrum or­sök­um, en þetta er vel vaktað og það skipt­ir miklu máli. Við treyst­um á vís­inda­menn­ina okk­ar og reyn­um að vera sem allra best und­ir­bú­in hér heima fyr­ir,“ seg­ir Fann­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka