Verkfallsboðun Eflingar afhent

Borgarstjóri tók við verkfallsboðun úr hendi formanns Eflingar.
Borgarstjóri tók við verkfallsboðun úr hendi formanns Eflingar. Ljósmynd/Efling

Verk­falls­boðun fé­lags­manna Efl­ing­ar sem starfa fyr­ir Reykja­vík­ur­borg var af­hent borg­ar­stjóra fyr­ir há­degi í dag, en fé­lags­menn samþykktu verk­fallsaðgerðir í gær með 95,5 pró­sent­um greiddra at­kvæða. Verk­fallið nær til starfs­fólks á leik­skól­um borg­ar­inn­ar, fyr­ir utan menntaða leik­skóla­kenn­ara, starfs­fólks hjúkr­un­ar­heim­ila, í heima­hjúkr­un og við sorp- og gatnaum­hirðu. Verk­fallsaðgerðir hefjast 4. fe­brú­ar.

Það var formaður Efl­ing­ar, Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, sem af­henti Degi B. Eggerts­syni borg­ar­stjóra verk­falls­boðun­ina. „Hann bauð mér upp á spjall og ég kom mín­um sjón­ar­miðum og samn­inga­nefnd­ar Efl­ing­ar á fram­færi. Hann kom sín­um sjón­ar­miðum á fram­færi. Þetta var óvænt­ur fund­ur og við notuðum tæki­færið til að fara yfir stöðuna. En við erum á ná­kvæm­lega sama stað og við vor­um áður en þetta sam­tal átti sér stað,“ seg­ir Sól­veig í sam­tali við mbl.is.

Eft­ir há­degi hélt Efl­ing svo blaðamanna­fund í Bragg­an­um í Naut­hóls­vík þar sem kynnt var hvað það myndi kosta borg­ina að leiðrétta lægstu laun og sú upp­hæð bor­in sam­an við kostnað á end­ur­nýj­un Bragg­ans. Fram kom að þegar leiðrétt­ing á kjör­um um 1.800 borg­ar­starfs­manna og fjöl­skyldna þeirra væri kom­in til áhrifa væri það á við tæp­lega fjóra bragga á árs­grund­velli. Á samn­ings­tím­an­um myndi rekstr­araf­gang­ur borg­ar­inn­ar dekka kostnaðinn marg­falt, að því er fram kom á fund­in­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert