106 dánir og yfir 4.500 smitaðir

00:00
00:00

Dauðsföll­um af völd­um kór­óna­veirunn­ar fjölg­ar hratt og er nú vitað um að 106 eru látn­ir. Á ein­um degi hef­ur fjöldi til­fella nýrra smita nán­ast tvö­fald­ast. Tveir Íslend­ing­ar eru í ein­angr­un á Spáni vegna gruns um að þeir séu smitaðir af veirunni.

Í dag var greint frá því í Kína að 4.515 staðfest smit væru þar í landi en dag­inn áður voru þau 2.835 tals­ins. Enn frek­ar hef­ur verið hert á ferðatak­mörk­um fólks og í sum­um borg­um er nú skylda að bera grím­ur á al­manna­færi. 

AFP

Í gær var staðfest að fimm­tug­ur maður hefði lát­ist úr veirunni í Pek­ing en hann er fyrsti íbúi höfuðborg­ar Kína sem deyr úr veirunni. 

Flest­ir þeirra sem hafa lát­ist eru í Hubei-héraði en veir­an kom upp í borg­inni Wu­h­an í héraðinu. Heil­brigðis­starfs­fólk sem hef­ur sinnt sjúk­um hef­ur smit­ast. Þeir ein­stak­ling­ar sem hafa dáið hafa hingað til all­ir verið með al­var­lega und­ir­liggj­andi sjúk­dóma. Um 60 hafa verið út­skrifaðir af sjúkra­húsi eft­ir að hafa verið haldið í ein­angr­un og hafa jafnað sig að fullu af veik­ind­un­um. 

AFP

Rík­is­lög­reglu­stjóri lýsti í gær yfir óvissu­stigi al­manna­varna í sam­ráði við sótt­varna­lækni og embætti land­lækn­is vegna kór­óna­veiru (2019-nCoV). Ekk­ert smit hef­ur verið staðfest á Íslandi.

Í lok des­em­ber 2019 bár­ust fregn­ir af al­var­leg­um lungna­sýk­ing­um í Wu­h­an-borg í Kína, þá af óþekkt­um or­sök­um. Í kjöl­farið var staðfest að um áður óþekkt kór­óna­veiru­af­brigði er að ræða, sem nú kall­ast 2019-nCoV.

Senni­lega er veir­an upp­runn­in í dýr­um en hef­ur nú öðlast hæfi­leika til að sýkja menn. Staðfest er að veir­an get­ur smit­ast manna á milli en óljóst er hversu smit­andi hún er. Ekki er vitað hversu hátt hlut­fall smitaðra fær al­var­lega sýk­ingu eða hvaða dýr er upp­haf­leg­ur hýsill veirunn­ar.

AFP

Kór­óna­veir­ur eru nokkuð al­geng or­sök kvefs og önd­un­ar­færa­sýk­inga al­mennt hjá mönn­um en þegar ný af­brigði ber­ast úr dýr­um í menn er þekkt að kór­óna­veiru­sýk­ing­ar geta verið al­var­leg­ar. Veik­in hef­ur borist til annarra héraða Kína og út fyr­ir Kína með fólki með tengsl við Wu­h­an. Flest til­felli utan Kína hafa komið upp í Asíu en Alþjóðaheil­brigðismála­stofn­un­in (WHO) og Sótt­varna­stofn­un Evr­ópu­sam­bands­ins (ECDC) hafa hvatt sótt­varna­yf­ir­völd um heim all­an til að gera ráðstaf­an­ir til að geta brugðist fljótt við ef veik­in berst til fleiri landa.

AFP

Eng­in sér­stök meðferð er til við kór­óna­veiru­sýk­ing­um og ekki er til bólu­efni gegn þess­ari veiki. Til að forðast smit vegna kór­óna­veiru, svipað og in­flú­ensu, er mik­il­vægt að beita al­mennu hrein­læti, s.s. handþvotti og/​eða hand­spritt­un ef ekki er aðgengi að vatni og sápu. Ferðalang­ar á svæðum þar sem þessi veiki hef­ur komið upp ættu að forðast um­gengni við lif­andi og dauð dýr, sér­stak­lega dýra­markaði, og veika ein­stak­linga. Hand­hreins­un eft­ir snert­ingu við yf­ir­borð sem marg­ir koma við, s.s. á flug­völl­um, get­ur einnig dregið úr smit­hættu. 

AFP

Sótt­varna­lækn­ir ger­ir ráð fyr­ir að veir­an muni ber­ast hingað til lands og því mik­il­vægt að grípa til ráðstaf­ana til að hefta út­breiðslu henn­ar sem mest hér á landi. Eng­ar aðgerðir munu hins veg­ar tryggja að veir­an ber­ist ekki hingað til lands.

Viðbrögð yf­ir­valda hér á landi munu bein­ast að því að hindra sem mest út­breiðslu veirunn­ar inn­an­lands, tryggja heil­brigðisþjón­ustu fyr­ir veika ein­stak­linga og viðhalda nauðsyn­legri starf­semi inn­an­lands. Al­menn­ing­ur og ferðamenn hér á landi sem telja sig hafa sýkst af veirunni eru hvatt­ir til að hringja í síma 1700 varðandi nán­ari upp­lýs­ing­ar og hvernig þeir eigi að nálg­ast heil­brigðis­kerfið. Ein­stak­ling­ar með grun­sam­lega eða staðfesta sýk­ingu verða sett­ir í ein­angr­un skv. nán­ari leiðbein­ing­um.

AFP

Í Banda­ríkj­un­um hafa komið upp fimm staðfest til­vik og 110 sjúk­ling­ar eru und­ir eft­ir­liti eða eru í rann­sókn­um vegna gruns um smit í 26 ríkj­um lands­ins. Banda­rísk stjórn­völd hvetja landa sína til að ferðast ekki til Kína nema að vel at­huguðu máli og er ráðlagt að fara ekki til Hubei. Stefnt er að því að flytja starfs­menn sendi­ráðs Banda­ríkj­anna og sendiskrif­stofa til Banda­ríkj­anna sem og banda­ríska rík­is­borg­ara frá Wu­h­an á næstu dög­um. Mörg önn­ur ríki hafa gripið til svipaðra aðgerða eða eru með slíkt í und­ir­bún­ingi. Til að mynda til­kynntu yf­ir­völd á Fil­ipps­eyj­um að hætt yrði að gefa út vega­bréfs­árit­an­ir til kín­verskra ferðamanna sem hygðust koma til lands­ins.

AFP

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá WHO hafa 47 smit verið staðfest utan Kína en eng­inn hef­ur lát­ist utan Kína. Nýj­asta til­vikið er í Bæj­aralandi í Þýskalandi en það er fjórða staðfesta til­vikið í Evr­ópu enn sem komið er.

Átta smit eru staðfest í Taílandi, fimm í Ástr­al­íu, Singa­púr og Taív­an auk Banda­ríkj­anna. Fjög­ur í Malas­íu, Suður-Kór­eu og Jap­an, þrjú í Frakklandi og tvö í Víet­nam. Eitt smit er staðfest í Nepal, Kan­ada, Kambódíu, Sri-Lanka, Þýskalandi og Kambódíu.

AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert