„Mér er nú bara smá brugðið“

Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins.
Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins. Eggert Jóhannesson

Ég veit svo sem ekki hvernig ruv virk­ar en mér er nú bara smá brugðið. Er fólk ekki hrætt um að hér séu hags­muna­árekstr­ar?“ Þetta skrif­ar Kol­brún Bald­urs­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Flokks fólks­ins, á Face­book en hún virðist ekki hrif­in af ráðningu Stef­áns Ei­ríks­son­ar í starf út­varps­stjóra Rík­is­út­varps­ins.

„Nú verður okk­ur í minni­hlut­an­um bara úthúðað á ruv og sagðar bara ein­hverj­ar engla­frétt­ir af meiri­hlut­an­um í borg­inni:) Dag­ur á þarna al­deil­is góðan vin, hauk í horni,“ bæt­ir Kol­brún við.

Stefán skrifaði pist­il í lokaðan hóp starfs­manna Reykja­vík­ur á Face­book í fe­brú­ar í fyrra þar sem hann sakaði fá­eina borg­ar­full­trúa um að hafa ít­rekað vænt starfs­fólk borg­ar­inn­ar um óheiðarleika. 

Skrif­in gagn­rýndu full­trú­ar minni­hlut­ans í borg­inni þar á meðal Vig­dís Hauks­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Miðflokks­ins. Hún kallaði færsl­una meðal ann­ars „síðasta skít­verkið fyr­ir borg­ar­stjóra“.

Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins.
Vig­dís Hauks­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Miðflokks­ins. mbl.is/​Hari

„Svo sam­mála Kol­brún Bald­urs­dótt­ir - eru all­ir bún­ir að gleyma því að hann kallaði okk­ur í minni­hlut­an­um „tudda á skóla­lóð“. Þetta eru mjög slæm­ar frétt­ir fyr­ir okk­ur verð ég að segja - hlut­leysi hvað?“ skrif­ar Vig­dís við færslu Kol­brún­ar.

 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert