Lögðu fram hugmynd um tvöföldun leiguverðs

Forsvarsmaður Karls mikla segir að ekkert svar hafi borist frá …
Forsvarsmaður Karls mikla segir að ekkert svar hafi borist frá Bíó Paradís á því rúma ári sem liðið sé frá því að lögð var fram hugmynd um rúmlega tvöföldun leiguverðs. mbl.is/Golli

Stjórn­ar­formaður Karls mikla ehf., fé­lags­ins sem á hús­næðið á Hverf­is­götu 54 þar sem Bíó Para­dís er til húsa, seg­ir frétta­flutn­ing af mál­inu ekki stand­ast. 

Greint hef­ur verið frá því að Bíó Para­dís hafi sagt upp öllu starfs­fólki í af­greiðslu og að starf­semi kvik­mynda­húss­ins ljúki 1. maí. Leigu­samn­ing­ur vegna hús­næðis­ins renn­ur út 30. júní, en að sögn bæði fram­kvæmda­stjóra Bíós Para­dís­ar, Hrann­ar Sveins­dótt­ur, og Arn­ars Hauks­son­ar, stjórn­ar­for­manns Karls mikla, er nú­ver­andi leigu­verð langt und­ir markaðsverði. Þá hafi það legið fyr­ir frá því að Karl mikli keypti hús­næðið að leigu­verð yrði hækkað með til­liti til markaðsverðs að gild­andi leigu­samn­ingi lokn­um.

Arn­ar seg­ir hins veg­ar ekki rétt að farið hafi verið fram á þre- eða fjór­falda hækk­un á leigu­verði. Rétt sé að fé­lagið hafi fengið leigumiðlara til að meta rétt verð hús­næðis­ins og að í kjöl­farið hafi sam­band verið haft við rekstr­araðila Bíós Para­dís­ar með þá hug­mynd að leigu­verðið yrði rúm­lega tvö­faldað.

Nú­ver­andi leigu­verð 961 króna á fer­metr­ann

Það hafi verið gert í nóv­em­ber 2018 en eng­in viðbrögð hafi borist frá for­svars­fólki kvik­mynda­húss­ins. Leigu­verð hafi ekki verið rætt síðan.

Arn­ar seg­ir að leigu­verð hús­næðis­ins á Hverf­is­götu 54 sé nú 961 króna á fer­metr­ann og að leigu­kostnaður Bíós Para­dís­ar nemi um 13,5 millj­ón­um á ári. Til sam­an­b­urðar var áætluð meðalleiga at­vinnu­hús­næðis á fer­metra rúm­lega 2.300 krón­ur á fer­metr­ann, óháð staðsetn­ingu, árið 2017, sam­kvæmt Hag­sjá Lands­bank­ans.

Frétt­in hef­ur verið upp­færð.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert