Vilja milljarð frá rafmyntafyrirtæki

Rafmyntin BitCoin.
Rafmyntin BitCoin. AFP

Breska rafmynta- og greiðslumiðlunarfyrirtækið Digital Capital Ltd. hefur höfðað mál á hendur íslenska fyrirtækinu Genesis Mining Iceland ehf., vegna vangoldinna gjalda. Alls nemur krafan tæpum milljarði íslenskra króna.

Íslenska félagið er í eigu HIVE Blockchain Technologies Ltd., en rafmyntafélagið Genesis Mining Ltd. á 16,9% í því félagi.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er HIVE Blockchain umsvifamikið í greftri eftir rafmyntunum bitcoin og ethereum, bæði hér á landi og í Skandinavíu m.a. Samkvæmt kröfu frá Law 360, sem sagt er frá á vefsíðunni insidebitcoins.com, sakar Digital Capital fyrirtækið íslenska um að skulda því greiðslur fyrir þróun og viðhald á banka- og greiðslukortahugbúnaði.

Segir Digital Capital að Genesis hafi hætt að greiða reikninga í nóvember 2018 og rekur það til þess að þá hafi verð á bitcoin hrapað. Genesis Mining Iceland segir á móti að Digital Capital hafi ekki skilað umsaminni þjónustu og því hafi þeir rift samningum í júní á síðasta ári.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert