Fimm sagt upp hjá Þjóðskrá Íslands

Þjóðskrá Íslands er í Höfðaborg í Reykjavík.
Þjóðskrá Íslands er í Höfðaborg í Reykjavík. mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Fimm starfs­mönn­um Þjóðskrár Íslands var sagt upp nú um mánaðamót­in. Upp­sagn­irn­ar ná til starfs­fólks á þrem­ur sviðum stofn­un­ar­inn­ar; þjóðskrár­sviði, fast­eigna­skrár­sviði og þjón­ustu­sviði, en tæp­lega hundrað manns vinna nú hjá Þjóðskránni.

Mar­grét Hauks­dótt­ir, for­stjóri Þjóðskrár, seg­ir í sam­tali við Morg­un­blaðið að stofn­un­in hafi þurft að hagræða á und­an­förn­um miss­er­um þar sem minni fjár­mun­ir hafi verið lagðir í rekst­ur stofn­un­ar­inn­ar og því miður hafi þurft að segja upp fólki vegna hagræðing­ar­inn­ar.

„Það er mjög þung ákvörðun að þurfa að grípa til sparnaðaraðgerða sem þess­ara, að segja upp fólki, til þess að lækka launa­kostnað,“ seg­ir Mar­grét sem ít­rek­ar að farið hafi verið yfir alla út­gjaldaliði Þjóðskrár og þeir lækkaðir áður en gripið var til þess ráðs að segja upp starfs­fólki.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert