„Þetta vofir yfir“

Þorbjörn gnæfir yfir Grindavíkurbæ.
Þorbjörn gnæfir yfir Grindavíkurbæ. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Ég held að marg­ir séu ekk­ert mikið að spá í þetta. En það var skjálfti í gær­kvöldi, sem all­ir fundu vel fyr­ir, og þá er maður minnt­ur veru­lega á þetta.“ Þetta seg­ir Sr. El­ín­borg Gísla­dótt­ir, sókn­ar­prest­ur í Grinda­vík­ur­sókn, í sam­tali við mbl.is um óvenju­mikið landris á Reykja­nesi og áhrif þess á and­ann í bæn­um. „Auðvitað er það mis­jafnt í svona stóru bæj­ar­fé­lagi hvað fer í gang hjá fólki.“

Hún seg­ir hins veg­ar: „Þetta vof­ir yfir. Óvissa fer yf­ir­leitt ekki vel með okk­ur sál­ar­lega. Óvissa er eitt­hvað sem er mann­in­um ekki tam­in.“ Þá bæt­ir hún við: „Þetta hang­ir yfir þér. Þótt þú sért ekki með hug­ann við þetta all­an dag­inn þá ertu yf­ir­leitt mjög reglu­lega minnt­ur á þetta. Und­an­farið eru bún­ar að vera tíðar drun­ur í jörðinni á hverj­um ein­asta sóla­hring.“

Grindavíkurkirkja. Sr. Elínborg er sóknarprestur í Grindavíkursókn.
Grinda­vík­ur­kirkja. Sr. El­ín­borg er sókn­ar­prest­ur í Grinda­vík­ur­sókn. Mbl.is/​Sig­urður Ægis­son

Best að halda sig við staðreynd­ir

Þegar mbl.is náði tali af El­ín­borgu var hún ný­mætt í Kvik­una, menn­ing­ar­hús Grind­vík­inga, þar sem í dag er opið hús. El­ín­borg verður þar og svar­ar spurn­ing­um þeirra sem spurn­ing­ar hafa. Þá er op­inn jóga­tími klukk­an 13 og milli 14 og 17 verður Magnús Tumi Guðmunds­son jarðeðlis­fræðing­ur á staðnum til að spjalla við gesti og gang­andi.

Spurð hvaða ráð hún gefi þeim sem séu bangn­ir vegna jarðhrær­ing­anna seg­ir El­ín­borg að hún telji að sniðugt sé að hvetja fólk til að koma sam­an, líkt og gert er í Kvik­unni í dag, og bæt­ir við: „Og ef þú vilt skoða meira hvað er að ger­ast innra með þér þá er ég til staðar.“

Fjölmennur fundur var haldinn í Grindavík á mánudag. Þó að …
Fjöl­menn­ur fund­ur var hald­inn í Grinda­vík á mánu­dag. Þó að fólk sé ekki með hug­ann við hætt­una all­an dag­inn þá vof­ir hún yfir, seg­ir El­ín­borg. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Þá legg­ur hún áherslu á að best sé að halda sig við staðreynd­ir, og treysta því sem kom fram á íbúa­fund­in­um sem hald­inn var fyrr í vik­unni. „Halda sig við það sem vís­inda­menn­irn­ir segja. Miðað við það sem sagt er, og reynslu vís­inda­mann­anna, þá mun­um við alla vega öll kom­ast af. En það breyt­ir því ekki að það er ugg­ur í fólki mörgu.“ 

Mælar frá Veðurstofu Íslands í námunda við Þorbjörn.
Mæl­ar frá Veður­stofu Íslands í námunda við Þor­björn. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert