Eini kosturinn að hækka verðið

„Íslandspóstur ohf. er í eigu íslenska ríkisins og rekið sem …
„Íslandspóstur ohf. er í eigu íslenska ríkisins og rekið sem opinbert hlutafélag sem í raun þýðir að rekstur og ákvarðanataka fyrirtækisins er alfarið á viðskiptalegum grunni,“ skrifar Birgir. Ljósmynd/Aðsend

„Ísland­s­póst­ur ohf. er í eigu ís­lenska rík­is­ins og rekið sem op­in­bert hluta­fé­lag sem í raun þýðir að rekst­ur og ákv­arðana­taka fyr­ir­tæk­is­ins er al­farið á viðskipta­leg­um grunni. Póli­tísk­ar áhersl­ur á hverj­um tíma skipta þar engu máli.“ Þetta er á meðal þess sem seg­ir í til­kynn­ingu sem Birg­ir Jóns­son, for­stjóri Ísland­s­pósts, send­ir fjöl­miðlum í kjöl­far frétta um verðhækk­un Pósts­ins á dreif­ingu blaða og tíma­rita. 

Þar út­skýr­ir hann for­send­urn­ar að baki þeirri ákvörðun að leggja niður sér­staka verðskrá fyr­ir dreif­ingu á blöðum og tíma­rit­um, en ákvörðunin hef­ur farið illa ofan í suma.

„Rétt að Póst­ur­inn út­skýri“

„Viðskipta­vin­um Pósts­ins sem hafa nýtt sér þessa þjón­ustu var til­kynnt um þessa breyt­ingu nú í lok janú­ar. Ekki er venj­an að til­kynna slík­ar verðbreyt­ing­ar í fjöl­miðlum en í ljósi þess að ákveðnir viðskipta­vin­ir, sér­stak­lega út­gef­end­ur héraðsfrétta­blaða, hafa stigið fram og skýrt frá þess­um breyt­ing­um er rétt að Póst­ur­inn út­skýri hvernig í pott­inn er búið.

Rekstraraðilar héraðsfréttamiðla eru margir óánægðir með ákvörðun Íslandspósts.
Rekstr­araðilar héraðsfréttamiðla eru marg­ir óánægðir með ákvörðun Ísland­s­pósts. mbl.is/​Snorri

Ísland­s­póst­ur ohf. er í eigu ís­lenska rík­is­ins og rekið sem op­in­bert hluta­fé­lag sem í raun þýðir að rekst­ur og ákv­arðana­taka fyr­ir­tæk­is­ins er al­farið á viðskipta­leg­um grunni. Póli­tísk­ar áhersl­ur á hverj­um tíma skipta þar engu máli. Það er því ekki hlut­verk stjórn­ar og stjórn­enda fyr­ir­tæk­is­ins að hugsa um neitt annað en að fé­lagið sé rekið á sem hag­kvæm­ast­an og ábyrg­ast­an máta og skili rík­inu há­marks­arðsemi á sama tíma og þjón­usta við viðskipta­vini er í for­grunni. Sama og í öll­um öðrum rekstri. Þessi verðbreyt­ing er því al­ger­lega ótengd  mál­um sem kunna að vera í umræðunni eða til meðferðar á Alþingi. Hún er al­ger­lega tek­in á viðskipta­leg­um for­send­um. 

Það er ljóst að Póst­ur­inn hef­ur verið í um­tals­verðum ta­prekstri und­an­far­in ár og í þeirri end­ur­skipu­lagn­ingu sem nú fer fram er öll­um stein­um velt við til þess að umbreyta fyr­ir­tæk­inu og koma því á fast land.

Póst­ur­inn hef­ur um ára­bil haft sér­staka verðskrá sem gild­ir um dreif­ingu á blöðum og tíma­rit­um. Þessi verðskrá gef­ur út­gef­end­um mun lægri verð á dreif­ingu en hægt er að rétt­læta miðað við þann kostnað sem fell­ur til við dreif­ing­una. Al­menn­ar verðhækk­an­ir á markaði, kjara­samn­ing­um og öðru hafa sömu áhrif á Póst­inn og önn­ur fyr­ir­tæki á Íslandi og eðli máls­ins sam­kvæmt eykst því alltaf þrýst­ing­ur­inn á verðhækk­an­ir.

Póst­ur­inn er einnig und­ir smá­sjá eft­ir­lits­stofn­ana og er, eins og öðrum fyr­ir­tækj­um í sömu stöðu, óheim­ilt að stunda hvers kyns niður­greiðslur eða að selja þjón­ustu und­ir kostnaðar­verði. Kost­irn­ir sem Póst­ur­inn hef­ur í þessu máli eru annaðhvort að hækka verðskrána eða hætta á að fá á sig ákær­ur fyr­ir brot á sam­keppn­is­lög­um. Að sjálf­sögðu er eini raun­veru­legi kost­ur­inn þá að hækka verðin,“ skrif­ar Birg­ir.

Ekki hlut­verk Ísland­s­pósts að sækja rík­isaðstoð

„Um ára­mót­in síðustu tóku ný póst­lög gildi. Á sama tíma féll einka­rétt­ur Ísland­s­pósts niður, viðræður við ríkið standa yfir um gerð þjón­ustu­samn­ings um póstþjón­ustu á svæðum sem ekki standa und­ir sér í sam­keppn­is­um­hverfi, eins og t.d. í dreif­býli. Í þess­um viðræðum hef­ur Póst­ur­inn bent viðsemj­end­um sín­um á nokk­ur mál sem stand­ast illa skoðun í al­menn­um rekstri, má þar meðal ann­ars nefna út­gáfu á frí­merkj­um og svo þessi til­tekna verðskrá fyr­ir blöð og tíma­rit. Afstaða viðsemj­enda hef­ur verið skýr, ríkið mun ekki niður­greiða eða bæta Póst­in­um það tap sem verður til við það að halda úti þess­ari  starf­semi eins og þess­ari sér­tæku verðskrá fyr­ir blöð og tíma­rit. Þá er lítið annað að gera en að hækka verðin svo að verðlagn­ing­in stand­ist skoðun og fylgi lög­um og það er það sem var gert.

Birgir Jónsson, forstjóri Íslandspósts, telur þörf á að útskýra málið.
Birg­ir Jóns­son, for­stjóri Ísland­s­pósts, tel­ur þörf á að út­skýra málið. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Ég vísa því al­ger­lega á bug að hér sé um póli­tískt mál að ræða eða að það sé ein­hver önn­ur ástæða fyr­ir þess­ari verðhækk­un en áður­nefnd­ar ástæður. Ef út­gef­end­ur héraðsfréttamiðla eða aðrir vilja sækja rík­isaðstoð þá er það ekki hlut­verk Ísland­s­pósts að veita hana frek­ar en annarra fyr­ir­tækja á markaði og því er varla sann­gjarnt að fyr­ir­tækið sé út­hrópað með þeim hætti sem nefnt er hér að fram­an. 

Póst­ur­inn mun veita þess­um viðskipta­vin­um sín­um sína allra bestu þjón­ustu hér eft­ir sem hingað til og von­ast eft­ir skiln­ingi þeirra á þessu erfiða máli,“ skrif­ar Birg­ir enn frem­ur.

„Ég vísa því algerlega á bug að hér sé um …
„Ég vísa því al­ger­lega á bug að hér sé um póli­tískt mál að ræða eða að það sé ein­hver önn­ur ástæða fyr­ir þess­ari verðhækk­un en áður­nefnd­ar ástæður.“ mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert