Oddi kemst í þjóðbraut á ný

Brúin á Þverá er hin myndarlegasta. 93 metrar að lengd …
Brúin á Þverá er hin myndarlegasta. 93 metrar að lengd og vegurinn að Odda tveir kílómetrar. Unnið er að því að veita ánni undir brúna. mbl.is/Helgi Bjarnason

Bakkabæirnir tengjast aftur sínu forna höfuðbóli, Odda á Rangárvöllum, þegar brú á Þverá verður tekin í notkun. Oddabrú er tilbúin en unnið er að því að veita ánni aftur undir brúna og tengja hana við aðliggjandi vegakerfi. Stutt er í að brúin verði tekin í notkun.

„Frá gamalli tíð voru vatnsföllin hluti af vegakerfinu. Menn fóru um á hestum og riðu yfir árnar. Bakkabæirnir tilheyrðu Oddahverfi, eins og nöfn sumra þeirra gefa til kynna, eins og Fróðholt sem tengt er nafni Sæmundar fróða,“ segir Ágúst Sigurðsson, sveitarstjóri í Rangárþingi ytra í umfjöllun um samgöngubætur þessar í Morgunblaðinu í dag.

Þjóðleiðin um Suðurland og í kaupstað á Eyrarbakka lá um Oddastað. Það er talið hafa átt þátt í frægð staðarins og völdum Oddaverja og hefur Helgi Þorláksson, fyrrverandi prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, bent á það í riti sínu „Gamlar götur og goðavald“.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert