Samningsumboð félagsmanna sé virt

Viðar Þorsteinsson er framkvæmdastjóri Eflingar.
Viðar Þorsteinsson er framkvæmdastjóri Eflingar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Efl­ing fagn­ar því að borg­ar­full­trú­ar í Reykja­vík stígi fram og tjái sig um kjaraviðræður borg­ar­inn­ar við lág­launa­fólk í Efl­ingu. Efl­ing vill þó koma á fram­færi at­huga­semd við yf­ir­lýs­ingu full­trúa borg­ar­meiri­hlut­ans sem bókuð var á fundi borg­ar­ráðs Reykja­vík­ur 30. janú­ar. Yf­ir­lýs­ing­in var lögð fram af Þór­dísi Lóu Þór­halls­dótt­ur, Líf Magneu­dótt­ur, Dóru Björt Guðjóns­dótt­ur og Heiðu Björg Hilm­is­dótt­ur.

Þetta kem­ur fram í yf­ir­lýs­ingu frá Efl­ingu stétt­ar­fé­lagi í fram­haldi af bók­un borg­ar­full­trúa meiri­hlut­ans frá því á fimmtu­dag.

Í bók­un borg­ar­full­trú­anna er talað um sam­stöðu sem staðfest hafi verið með lífs­kjara­samn­ing­um sem und­ir­ritaðir voru í apríl í fyrra. „Enn frem­ur er full­yrt að „öll verka­lýðsfé­lög lands­ins sem lokið hafa samn­ing­um [hafi] samið á grunni þeirra“,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ingu Efl­ing­ar.

Stétt­ar­fé­lagið bend­ir á að það samþykki sem fé­lags­menn Efl­ing­ar á al­menn­um vinnu­markaði gáfu við kjara­samn­ingi Efl­ing­ar og SA með at­kvæðagreiðslu í apríl 2019 feli ekki í sér samþykki á einu eða neinu fyr­ir hönd fé­lags­manna Efl­ing­ar sem starfa hjá Reykja­vík­ur­borg.

Und­ir­rit­un kjara­samn­ings á al­menn­um vinnu­markaði fyr­ir tæpu ári bind­ur því ekki hend­ur samn­inga­nefnd­ar Efl­ing­ar gagn­vart Reykja­vík­ur­borg. Efl­ing ósk­ar þess að samn­ings­um­boð fé­lags­manna sé virt,“ kem­ur fram í yf­ir­lýs­ingu Efl­ing­ar.

Efl­ing hef­ur bent á að kjara­samn­ings­ákvæði, kjör og starfsaðstæður sem snúa að borg­ar­starfs­mönn­um eru ólík því sem þekk­ist á al­menn­um vinnu­markaði. Af þeirri ástæðu einni er hæpið að for­send­ur og út­færsl­ur samn­inga á al­menn­um vinnu­markaði geti átt við um lág­launa­fólk hjá borg­inni. Lág­launa­fólk hjá sveit­ar­fé­lög­um er bundið taxta­laun­um án mögu­leika á því að semja um markaðslaun og hef­ur í mörg­um til­fell­um mjög tak­markaðan aðgang að yf­ir­vinnu og vakta­vinnu. Þá hafa ráðning­ar­bann í kjöl­far kreppu og þensla síðasta ára­tug­ar haft sér­stök áhrif á mönn­un og álag á grunnstofn­un­um borg­ar­inn­ar,“ kem­ur enn frem­ur fram í yf­ir­lýs­ingu Efl­ing­ar.

Fundi í kjara­deilu Efl­ing­ar og Reykja­vík­ur­borg­ar lauk án sam­komu­lags í morg­un og því verða verk­föll í borg­inni á morg­un. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert