Hefur mestar áhyggjur af einstæðum foreldrum

Feðgarnir Sverrir Örn Gunnarsson og Alexander Ingi fyrir utan leikskólann …
Feðgarnir Sverrir Örn Gunnarsson og Alexander Ingi fyrir utan leikskólann Árborg í hádeginu. Sverrir hefur þó minnstar áhyggjur af áhrifum verkfallsaðgerða félagsmanna Eflingar á eigin fjölskyldu og er frekar hugsað til einstæðra foreldra í þessum aðstæðum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sverr­ir Örn Gunn­ars­son er meðal hundraða for­eldra sem sækja þurftu börn sín í leik­skóla borg­ar­inn­ar í há­deg­inu þegar verk­fall fé­lags­manna Efl­ing­ar sem starfa hjá Reykja­vík­ur­borg hófst. Sverr­ir og son­ur hans Al­ex­and­er Ingi voru nokkuð bratt­ir þegar blaðamaður mbl.is náði tali af þeim fyr­ir utan leik­skól­ann Árborg í há­deg­inu.  

„Auðvitað vilj­um við að starfs­fólk fái sín­ar kjara­bæt­ur, þau eru á alltof lág­um laun­um það sjá það all­ir,“ seg­ir Sverr­ir, sem þurfti að end­ur­skipu­leggja vinnu­dag­inn vegna verk­falls­ins. Hann hef­ur þó minnst­ar áhyggj­ur af áhrif­um verk­fallsaðgerðanna á eig­in fjöl­skyldu. „Ég hef mest­ar áhyggj­ur af ein­stæðum for­eldr­um, við get­um hóað í ömm­ur og afa, ekki kannski í öll­um til­vik­um, en manni verður hugsað til fólks sem hef­ur ekki þann lúx­us.“

Starfsmenn leikskólans Árborgar sem eru félagsmenn Eflingar lögðu niður störf …
Starfs­menn leik­skól­ans Árborg­ar sem eru fé­lags­menn Efl­ing­ar lögðu niður störf klukk­an 12:30 í dag. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

„Þetta er þeirra rétt­ur“

Jo­anna Burliga sótti son sinn Gabriel í há­deg­inu en hún seg­ir verk­fallið ekki hafa telj­andi áhrif þar sem hún sé í at­vinnu­leit þessa stund­ina. „En Gabriel elsk­ar að fara í leik­skól­ann en hon­um finnst líka gott að vera heima, hon­um finnst ekki gam­an að vakna á morgn­ana,“ seg­ir Jo­anna og hlær.

Hún seg­ist fylgjandi kjara­bar­áttu fé­lags­manna Efl­ing­ar að öllu leyti. „Þetta er þeirra rétt­ur.“

Joanna Burliga sótti son sinn Gabriel í hádeginu þegar verkfallsaðgerðir …
Jo­anna Burliga sótti son sinn Gabriel í há­deg­inu þegar verk­fallsaðgerðir fé­lags­manna Efl­ing­ar hóf­ust. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Nær ekki að sinna vinn­unni al­menni­lega

Elsa Dóra Jó­hanns­dótt­ir sótti son sinn Jó­hann Dreka upp úr klukk­an 12 og seg­ir hún verk­fallið hafa tölu­verð áhrif á hana sjálfa. „Ég næ ekki að sinna vinn­unni al­menni­lega og þarf að taka meira frí, það bitn­ar svo­lítið á mér líka, ég þarf að vinna þetta upp á öðrum tím­um.“

Hún tek­ur þó fram að hún styðji kjara­bar­áttu leik­skólaliða og annarra fé­lags­manna Efl­ing­ar. „Al­gjör­lega. Mér finnst þetta mik­il­vægt fólk sem sinn­ir mik­il­vægu starfi og á að fá borgað fyr­ir það.“ Elsa sér fyr­ir sér að þurfa að taka meira frí næstu daga vegna fyr­ir­hugaðra verk­fallsaðgerða. „Maður reyn­ir að púsla þessu sam­an.“

Elsa Dóra Jóhannsdóttir sótti son sinn Jóhann Dreka á Árborg …
Elsa Dóra Jó­hanns­dótt­ir sótti son sinn Jó­hann Dreka á Árborg í há­deg­inu. Verk­fallið hef­ur tölu­verð áhrif á vinnu Elsu sem hún seg­ist þurfa að bæta upp seinna. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Hef­ur meiri tíma fyr­ir meist­ar­ann

Ólaf­ur Val­g­arð Sig­urðsson sótti son sinn Sig­urð einnig í há­deg­inu, en þær upp­lýs­ing­ar feng­ust hjá leik­skóla­stjór­an­um að sum­ir for­eldr­ar hefðu jafn­vel ákveðið að hafa börn sína heima í all­an dag í stað þess að sækja þau í há­deg­inu. 

Verk­fallið hef­ur minni hátt­ar áhrif á Ólaf og fjöl­skyldu þar sem hann er í at­vinnu­leit. „Það eru kost­ir og gall­ar við þetta. Ég er at­vinnu­laus og hef meiri tími fyr­ir meist­ar­ann.“

Ólaf­ur seg­ir stöðuna sem upp er kom­in í kjaraviðræðum í raun öm­ur­lega. „Það er öm­ur­legt að það sé ekki búið að semja við þau, það er þver­leiki í þess­um sem stjórna, ég held að það sé málið,“ seg­ir Ólaf­ur, sem styður bar­áttu Efl­ing­ar 100%. „Ég held að flest­ir geri það.“

Ólafur Valgarð Sigurðsson og Sigurður á leið heim úr leikskólanum …
Ólaf­ur Val­g­arð Sig­urðsson og Sig­urður á leið heim úr leik­skól­an­um í há­deg­inu í dag. Ólaf­ur seg­ir að staðan hafi ýmsa kosti og galla þar sem hann er at­vinnu­laus en því fylgi sá kost­ur að hafa „meiri tíma fyr­ir meist­ar­ann,“ son­inn. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Verk­fallsaðgerðirn­ar ná yfir sex daga í um 95 klukku­stund­ir alls, ým­ist frá há­degi til miðnætt­is eða í heil­an sól­ar­hring. Ná­ist ekki samn­ing­ar fyr­ir 17. fe­brú­ar leggja fé­lags­menn niður störf sama dag og ótíma­bundið eft­ir það. 

Dag­skrá vinnu­stöðvan­anna er sem hér seg­ir: 

Þriðju­dag­ur 4. fe­brú­ar 2020: Vinna lögð niður frá kl. 12.30 og fram til klukk­an 23.59.

Fimmtu­dag­ur 6. fe­brú­ar 2020: Vinna lögð niður frá kl. 00.01 og fram til klukk­an 23.59.

Þriðju­dag­ur 11. fe­brú­ar 2020: Vinna lögð niður frá kl. 12.30 og fram til klukk­an 23.59.

Miðviku­dag­ur 12. fe­brú­ar 2020: Vinna lögð niður frá kl. 00.01 og fram til klukk­an 23:59.

Fimmtu­dag­ur 13. fe­brú­ar 2020: Vinna lögð niður frá kl. 00.01 og fram til klukk­an 23.59.

Mánu­dag­ur 17. fe­brú­ar 2020: Vinna lögð niður frá kl. 00.01 og ótíma­bundið eft­ir það.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert