Púað á launakjör borgarstjórans

Augljóst er að félagsmenn Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg eru samstiga í kröfum sínum um betri kjör. Það sást á samstöðufundi félagsins í Iðnó í hádeginu, þaðan var gengið yfir í Ráðhúsið þar sem Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, fór yfir mismuninn á kjörum borgarstjórans og almennra starfsmanna.

„Hann er með 2,2 milljónir á mánuði. Hann fær fyrir það að sitja einn fund í klukkutíma næstum því jafnmikið og við fáum fyrir að vinna fulla vinnu í heilan mánuð,“ sagði Sólveig Anna fyrir nánast fullum sal í Ráðhúsinu í dag. Undirtektir Eflingarfólks voru fyrirsjáanlegar. „Púúú,“ var svarið. 

Í myndskeiðinu er rætt við félagsmenn í Eflingu og Sólveigu Önnu og sýnt frá fundinum í Iðnó þar sem Bubbi Morthens flutti nokkur lög.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert