Verkfallið nær til 3.500 barna

„Við reyn­um að stíga þenn­an dans með þeim leik­regl­um sem gilda,“ seg­ir Helgi Gríms­son, sviðsstjóri skóla- og frí­stunda­sviðs Reykja­vík­ur­borg­ar.

Verk­fallsaðgerðir sem Efl­ing hef­ur boðað vegna kjara­deilu 1.850 starfs­manna fé­lags­ins hjá Reykja­vík­ur­borg hefjast klukk­an 12.30 í dag og standa til miðnætt­is. Þetta varð ljóst eft­ir að sátta­fund­ur í gær­morg­un skilaði eng­um ár­angri.

Um eitt þúsund fé­lag­ar í Efl­ingu starfa í skól­um í Reykja­vík. Munu aðgerðirn­ar bitna á 63 leik­skól­um. „Við vit­um að þetta er rúm­ur helm­ing­ur barna sem verða án þjón­ustu eft­ir há­degi,“ seg­ir Helgi. Alls eru um 5.100 börn í leik­skól­um Reykja­vík­ur­borg­ar en upp­lýs­ing­ar sem skrif­stof­an fékk frá leik­skól­un­um benda til að aðgerðirn­ar nái til um 3.500 barna.

Mis­mun­andi er eft­ir borg­ar­hlut­um hversu mik­il áhrif­in verða. Þannig seg­ir Helgi að þjón­ustu­skerðing­in verði mest í Breiðholti – þar sé hæsta hlut­fall Efl­ing­ar­starfs­fólks – en mun minni til að mynda í Laug­ar­daln­um.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert