Efling fundar með Reykjavíkurborg

mbl.is/Kristinn Magnússon

Samningafundur Eflingar og Reykjavíkurborgar stendur yfir í húsnæði ríkissáttasemjara. Fundurinn hófst klukkan þrú og ef niðurstaða næst ekki hefst verkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá borginni á miðnætti og stendur í sólarhring.

Fyrsta verkfall Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg hófst á hádegi í gær og stóð til miðnættis. Það hafði m.a. áhrif á 3.500 leikskólabörn og á þjónustu í mötuneytum velferðarsviðs borgarinnar.

Verði af sólarhringsverkfalli mun það einnig hafa áhrif á sorphirðu og götuhreinsanir í borginni, auk áhrifa á skóla- og velferðarsviði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert