Þola femínistar ekki karlmenn?

„Femínistar þola ekki karlmenn.“ Þessari djörfu fullyrðingu er gjarnan varpað fram í umræðu um jafnréttismál og í kvöld verður reynt að svara henni í kappræðum á vegum UN Women.  

Það eru Ungmennráð UN Women og Jafnréttisnefnd HÍ sem standa fyrir viðburðinum sem verður í Stúdentakjallaranum kl. 19:30 í kvöld. „Þegar við í nefndinni vorum að lesa greinar á netinu sem tengdust konum, jafnrétti eða einhverskonar mismunun í ákveðinni stétt eða ákveðnum kima af samfélaginu, þá fylgdu gjarnan fast á eftir einhverskonar ummæli með undirtóninum: Femínistar þola ekki karlmenn,“ segir Sigríður Þóra Þórðardóttir, forseti Ungmennaráðs UN Women. Hún sé sjálf femínisti og því hafi verið rakið að reyna að komast að því hvað ýti undir þessa skoðun.

Ein leiðin væri að fá nokkra mælska stúdenta sem hafi reynslu af ræðukeppnum til að reifa málið. Í myndskeiðinu er rætt við þær Lenyu Rún Taha Karim og Elínu Maríu Árnadóttur sem munu takast á í Stúdentakjallaranum kvöld. Þær hafa sterkar skoðanir á málinu eins og sjá má.

Lenya sem mun í kvöld styðja fullyrðinguna um að femínistar þoli ekki karlmenn bendir á að 250 þúsund ára kúgun karla á konum sé rakin útskýring á óþoli femínista fyrir karlkyninu. Elín segir hinsvegar að það sé innbyggt í hugmyndafræði femínista að vilja jafnrétti. Það útiloki að þeir þoli ekki karla.

Það virðist afar algengt að fólk segi feminista ekki þola …
Það virðist afar algengt að fólk segi feminista ekki þola karlmenn að sögn Sigríðar Þóru Þórðardóttur, forseta Ungmennaráðs UN Women. mbl.is/Hallur Már
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert