„Mér fannst jörðin snúast undir mér“

Hálft þakið fauk af vélaskemmu í Minni-Hlíð og pallbíll Ratsjárstofnunar …
Hálft þakið fauk af vélaskemmu í Minni-Hlíð og pallbíll Ratsjárstofnunar tókst á loft og fór margar veltur. Bóndinn kastaði sér niður og stakk höndunum í snjóinn til að fjúka ekki í ofsahviðu í gærmorgun. Ljósmynd/Hafþór Gunnarsson

„Það brotnaði mikið af rúðum og grjótkastið var svo gríðarlegt bæði í íbúðarhúsið og sumarhús sem er hér að rúðurnar götuðust eins og eftir haglabyssu. Klæðningin utan á skemmunni er nánast ónýt. Það er eins og skotið hafi verið á veggina.“

Þetta segir Sigurgeir G. Jóhannsson, bóndi og verktaki í Minni-Hlíð í Bolungarvík, í Morgunblaðinu í dag. Hann varð fyrir miklu tjóni í gærmorgun þegar hálft þakið fauk af vélaskemmu auk þess sem rúður brotnuðu og klæðningar götuðust vegna ofsaveðurs. Pallbíll Ratsjárstofnunar fauk.

„Ég var að fara á milli húsa þegar þegar þessi heiftarhviða kom. Ég kastaði mér í jörðina og þá fór bíllinn að fjúka. Hann fer nokkrar veltur og stoppar í snjóskafli. Svo tekst hann á loft og lendir á hjólunum nokkrum metrum neðar. Ég náði að stinga höndunum niður í snjóinn og hringiðan var svo sterk að mér fannst jörðin snúast undir mér en ekki að ég snerist. Ég reif hendurnar upp úr skaflinum og komst við illan leik upp í fjárhús. Þetta var alveg ofboðslegt veður,“ segir Sigurgeir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert