„Seltjarnarnes fangi Reykjavíkur“

Þar sem Geirsgata, Kalkofnsvegur og Lækjargata mætast myndast langar bílaraðir …
Þar sem Geirsgata, Kalkofnsvegur og Lækjargata mætast myndast langar bílaraðir á álagstímum. Allir umferðarstraumar, bæði ökutækja og óvarinna vegfarenda, þurfa að deila 90 sekúndna lotutíma á milli sín á þremur fösum, segir í svari umferðarstjóra Reykjavíkurborgar um umferðarljósin. mbl.is/Árni Sæberg

„Þetta er óviðunandi ástand, Seltjarnarnes er fangi Reykjavíkur í umferðarmálum.“ Þetta segja fulltrúar þriggja flokka í skipulags- og samgönguráði Reykjavíkur í bókun á síðasta fundi.

Seltjarnarnesbær óskaði í nóvember í fyrra eftir svörum frá Reykjavíkurborg vegna þrenginga á Birkimel og Hagatorgi og knapps tíma græns beygjuljóss á gatnamótum Geirsgötu og Lækjargötu sem margir Seltirningar nýti sér á leið í og úr vinnu daglega.

Í fyrirspurn Sigurðar Vals Ásbjarnarsonar, byggingafulltrúa Seltjarnarness, var m.a. vísað til samkomulags frá 2013, þar sem borgin skuldbatt sig til að fækka ekki akreinum á stofnbrautum og að bregðast „við þéttingu byggðar með betri samgönguæðum eftir því sem reynslan kann að kalla eftir“, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert