Fær ekki að skipta mynt fyrir 1,6 milljónir

Öll myntin er í formi hundrað króna enda segir Li …
Öll myntin er í formi hundrað króna enda segir Li að það borgi sig ekki að kaupa yfirvigt fyrir minni mynt. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Wei Li, Kín­verji sem er nú á Íslandi í þriðja sinn, fær ekki að skipta rúm­lega 170 kíló­grömm­um af ís­lenskri mynt í hand­hæg­ari stærðir. And­virði mynt­ar­inn­ar er um 1,6 millj­ón­ir króna og hef­ur Li fjár­magnað Íslands­ferðir sín­ar í tvígang með þess­um hætti en hann flutti mynt­ina inn frá Kína.

Í þetta skiptið virðist það ekki ætla að ganga upp en Li fór með pen­ing­ana í Seðlabanka Íslands þar sem hon­um var neitað um af­greiðslu, sömu sögu var að segja í Ari­on banka en þar var lög­regla kölluð til vegna beiðnar Li. Frétta­blaðið grein­ir frá þessu.

Mynt­ina fær Li frá mynt­brask­ara í Kína. Hluti mynt­ar­inn­ar kem­ur frá end­ur­vinnslu­fyr­ir­tæki sem kaup­ir saman­pressaða bíla frá Íslandi. Li hef­ur ferðast til annarra landa í sama til­gangi, meðal ann­ars til Dan­merk­ur, Þýska­lands og Nor­egs. Að sögn Li er þar farið eft­ir lög­um og regl­um en hér­lend­is virðist Seðlabank­inn ekki ætla að gera það. 

„Það er al­veg skýrt sam­kvæmt upp­lýs­ing­um á ensku sem eru á heimasíðu bank­ans að bank­inn á að taka við allri mynt,“ seg­ir Li í sam­tali við Frétta­blaðið. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert