Aukinn kostnaður við bankahúsið

Austurhöfn. Botnaplata hins nýja bankahúss var steypt í nóvember í …
Austurhöfn. Botnaplata hins nýja bankahúss var steypt í nóvember í fyrra mbl.is/​Hari

Nýtt hús Landsbankans við Austurhöfn við Gömlu höfnina mun kosta um 11,8 milljarða króna og sá hluti sem bankinn mun nýta mun kosta um 7,5 milljarða kr. Samkvæmt frumáætlun frá 2017 var reiknað með 9 milljarða kr. kostnaði sem jafngildir rúmlega 10 milljörðum kr. í dag, miðað við þróun byggingavísitölu.

Byggingarkostnaður verður því 1.800 milljónum króna hærri en frumáætlun gerði ráð fyrir. Þessar upplýsingar komu fram í ávarpi Helgu Bjarkar Eiríksdóttur, formanns bankaráðs, í ársskýrslu sem kom út samhliða uppgjöri sl. fimmtudag.

Fram kemur í ávarpi Helgu að við mat á tillögum sem bárust í hönnun hússins hafi verið ljóst að bygging húss fyrir bankann myndi fela í sér meiri kostnað en miðað var við í frumáætluninni frá 2017.

Samþykkti bankaráð að haldið yrði áfram með verkefnið á grundvelli nýrrar kostnaðaráætlunar,  að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert