Hættumat fyrir Reynisfjöru klárt á næstu mánuðum

Unnið er að hættumati í Reynisfjöru. Algengt er að ferðamenn …
Unnið er að hættumati í Reynisfjöru. Algengt er að ferðamenn vari sig ekki á hættunni þrátt fyrir skilti sem ítreka hættuna á svæðinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Áætlað er að vinnu við hættumat í Reyn­is­fjöru, ein­um eft­ir­sótt­asta ferðamannastað lands­ins, ljúki í mars. Vinna við það hófst í lok síðasta árs en óveður og ham­far­ir síðustu mánaða, snjóflóð á Flat­eyri, vega­lok­an­ir, ófærð og fleira hef­ur tafið vinn­una við hættumatið, að sögn Björns Inga Jóns­son­ar, verk­efna­stjóra al­manna­varna hjá lög­regl­unni á Suður­landi. 

Um helg­ina bjargaði leiðsögumaður tveim­ur börn­um úr sjón­um í Reyn­is­fjöru sem voru hætt kom­in. Litlu mátti muna að þau hefðu sog­ast út með kraft­mikl­um öld­um. Björn Ingi seg­ir að mildi þykir að ekki fór verr. „Það er full ástæða til að ná sam­tal­inu um hætt­una í Reyn­is­fjöru og að sátt ná­ist um að gripið sé inn í ákveðnar aðstæður,“ seg­ir hann og tek­ur fram að eng­inn vilji sjá fleiri dauðsföll þarna. 

Björn Ingi seg­ir að í fram­haldi af at­b­urðunum, sem áttu sér stað á síðasta ári þegar nokkr­ir ein­stak­ling­ar fóru í sjó­inn við Reyn­is­fjöru, hafi lög­regl­an á Suður­landi ákveðið í sam­vinnu við ferðamála-, iðnaðar- og ný­sköp­un­arráðuneyti að vinna hættumat fyr­ir svæðið til að taka á þess­um aðstæðum. Lög­regl­an á Suður­landi hef­ur for­ystu um verk­efnið í sam­vinnu við Vega­gerðina, Veður­stofu Íslands og al­manna­varna­deild rík­is­lög­reglu­stjóra.

Hættumatið er unnið á vís­inda­leg­an hátt þar sem tekið er til­lit til veðurs, öldu­hæðar o.fl. Þar sem talið er lík­legra að slík­ir at­b­urðir gætu átt sér stað í ljósi aðstæðna. „Þetta er sam­starfs­verk­efni nokk­urra stofn­ana og janú­ar­mánuður hef­ur verið mjög krefj­andi,“ seg­ir Björn Ingi og vís­ar til þess að marg­ir sér­fræðing­ar sem vinna hættumatið hafi haft í nægu að snú­ast. Þeir eru til dæm­is sér­fræðing­ar í snjóflóðum og of­an­flóðavörn­um. „Við ætluðum að vera búin að þessu í fe­brú­ar en að öll­um lík­ind­um verður það ekki fyrr en jafn­vel í byrj­un mars,“ seg­ir hann. 

Í lok fe­brú­ar verður efnt til íbúa­fund­ar í Vík í Mýr­dal þar sem rætt verður meðal ann­ars um vinn­una við hættumatið. Eign­ar­hald á svæðinu við Reyn­is­fjöru er flókið en að minnsta kosti rúm­lega 90 eig­end­ur eru að svæðinu sem um ræðir. „Það er mik­il­vægt að við eig­um þetta sam­tal við land­eig­end­ur,“ seg­ir hann. 

Brýnt að eiga sam­tal við land­eig­end­ur og íbúa

Sam­kvæmt lög­um þarf leyfi allra land­eig­enda fyr­ir nýt­ingu eða breyt­ing­um á svæðinu. Hins veg­ar hef­ur lög­regl­an heim­ild út frá grunni al­manna­varna til að loka ákveðnum svæðum. „Við erum aðeins að und­ir­byggja það í þess­ari vinnu,“ seg­ir Björn. Til greina gæti komið að loka í ein­hverja daga út frá hættumat­inu. Hann ít­rek­ar að fyrst eigi eft­ir að ræða þetta við land­eig­end­ur, rekstr­araðila og íbúa á svæðinu. 

„Stund­um virðir fólk ekki boð og bönn. Við þekkj­um það frá fleiri stöðum þar sem girðing­ar hafa verið sett­ar upp og það dug­ar ekki til að fólk virði þær lok­an­ir,“ seg­ir Björn Ingi. Í Reyn­is­fjöru eru vissu­lega skilti sem vara fólk við hættu­leg­um öldu­gangi og mögu­legu grjót­hruni. 

Erlendir ferðamenn leika gjarnan hættulegan leik í fjörunni.
Er­lend­ir ferðamenn leika gjarn­an hættu­leg­an leik í fjör­unni. mbl.is/Ó​mar

Til skoðunar er einnig að setja upp ljósa­skilti sem vekti at­hygli fólks á aðstæðum þegar ákveðin öldu­hæð eða veður­skil­yrði eru vara­söm. Einn mögu­leiki væri að setja upp palla á svæðinu sem hægt væri að nýta í slæmu veðri. Björn Ingi ít­rek­ar að hug­mynd­irn­ar séu marg­ar og að þær séu all­ar á umræðustigi. Mestu máli skipt­ir að halda áfram með hættumatið og eiga gott sam­tal við land­eig­end­ur, íbúa á svæðinu og rekstr­araðila. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert