Skoða mögulega lokun álversins

Álver Rio Tinto Alcan í Straumsvík.
Álver Rio Tinto Alcan í Straumsvík. mbl.is/Ómar Óskarsson

Rio Tinto hyggst hefja sér­staka end­ur­skoðun á starf­semi ál­vers­ins í Straums­vík (ISAL) til að meta rekstr­ar­hæfi þess til framtíðar og leita leiða til þess að bæta sam­keppn­is­stöðu þess.

Í fyr­ir­hugaðri end­ur­skoðun verða all­ar leiðir skoðaðar, þar á meðal frek­ari fram­leiðslum­innk­un og mögu­lega lok­un. End­ur­skoðun­ar­ferl­inu verður lokið á fyrri helm­ingi árs 2020. Vegna ta­prekstr­ar hef­ur fram­leiðsla ISAL þegar verið minnkuð í 85 pró­sent af af­kasta­getu ál­vers­ins. ISAL er að fullu í eigu Rio Tinto. Í Straums­vík starfa um 500 manns.

Gert er ráð fyr­ir að rekst­ur ISAL í krefj­andi aðstæðum í áliðnaði verði áfram óarðbær til skemmri og meðallangs tíma sök­um ósam­keppn­is­hæfs orku­verðs og lágs verðs á áli í sögu­legu sam­hengi. Rio Tinto leit­ar nú allra leiða til að gera ál­verið arðbært og sam­keppn­is­hæft á alþjóðamörkuðum, meðal ann­ars með sam­tali við stjórn­völd og Lands­virkj­un, seg­ir í til­kynn­ingu á vef ál­vers­ins.

Alf Barri­os, for­stjóri Rio Tinto Alum­ini­um, seg­ir í til­kynn­ingu: „Við höf­um unnið mark­visst að því að bæta af­komu ISAL. Álverið er engu að síður óarðbært og er ekki sam­keppn­is­hæft í krefj­andi markaðsaðstæðum vegna hás raf­orku­kostnaðar. Rio Tinto mun kanna þær leiðir sem ál­ver­inu eru fær­ar með það að mark­miði að gera rekst­ur ISAL fjár­hags­lega sjálf­bær­an á ný. Fram­lag ISAL til ís­lensks efna­hags­lífs er um­tals­vert og við mun­um vinna náið með þeim sem eiga gagn­kvæma hags­muni að því að treysta framtíð ISAL, þ.m.t. rík­is­stjórn, Lands­virkj­un, starfs­fólki, stétt­ar­fé­lög­um og sveit­ar­fé­lag­inu.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert