Fleiri telja hlýnun jarðar af náttúrunnar völdum

Viðhorf fólks á aldrinum 45 til 55 ára breyttist mest …
Viðhorf fólks á aldrinum 45 til 55 ára breyttist mest á milli ára. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hátt í fjórði hver Íslend­ing­ur, eða 23%, tel­ur að hækk­un á hita­stigi jarðar síðustu öld sé frek­ar vegna nátt­úru­legra breyt­inga í um­hverf­inu en af manna­völd­um.

Þetta eru niður­stöður nýrr­ar Um­hver­f­is­könn­un­ar Gallup, en þetta er tölu­verð breyt­ing á könn­un sem gerð var fyr­ir um ári síðan þegar 14% töldu hækk­un á hita­stigi jarðar vera vegna nátt­úru­legra breyt­inga í um­hverf­inu.

66% þeirra sem svöruðu könn­un­inni telja hækk­un á hita­stigi jarðar af manna­völd­um.

Viðhorfs­breyt­ing­in er al­menn, en þeim sem segja hækk­un á hita­stigi jarðar vera vegna nátt­úru­legra breyt­inga fjölg­ar í flest­um hóp­um milli mæl­inga en helst er hún hjá fólki á aldr­in­um 45-55 ára. Í þeim hópi fækk­ar þeim um 20% sem telja að hækk­un á hita­stigi jarðar sé af manna­völd­um.

Niður­stöðurn­ar Um­hver­f­is­könn­un­ar­inn­ar verða nán­ar kynnt­ar á Um­hverf­is­ráðstefnu Gallup í Hörpu 19. fe­brú­ar. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert