Launakostnaður hæstur hjá Íslandsbanka

Launakostnaður Íslandsbanka á síðasta ári var hærri en hinna stóru …
Launakostnaður Íslandsbanka á síðasta ári var hærri en hinna stóru viðskiptabankanna tveggja, eða tæpir 16,28 milljarðar króna, samkvæmt ársreikningi samstæðunnar. mbl.is/Eggert

Launakostnaður samstæðu Íslandsbanka á síðasta ári var hærri en hinna stóru viðskiptabankanna tveggja, eða tæpir 16,28 milljarðar króna. Það þarf ef til vill ekki að koma á óvart, enda er Íslandsbanki með fleiri starfsmenn í vinnu en hinir bankarnir tveir, eða 984 í fullu starfi í árslok, samkvæmt ársreikningi samstæðunnar.

Þar af störfuðu 749 í bankanum sjálfum, en aðrir starfsmenn eru hjá fyrirtækjum í eigu bankans.

„Launakostnaður hækkaði um 5,0% vegna almennra kjarasamningshækkana og umtalsverðra starfslokagreiðslna, en mótvægi við því var fækkun stöðugilda hjá bankanum þar sem starfsfólki fækkaði um 10,2% milli ára,“ segir um mannauðsmálin í ársreikningi Íslandsbanka, en bankinn sagði upp um 90 starfsmönnum á árinu.

Næstur kemur Landsbankinn, en þar var meðalfjöldi ársverka 950 í fyrra og launakostnaður bankans tæpir 14,46 milljarðar króna. Hvert ársverk hefur því kostað bankann 15,21 milljón króna með öllum launatengdum gjöldum. Ársverkum hjá bankanum fækkaði um 11 á milli ára.

Milljarður greiddur vegna uppsagna

Arion banki er með nokkuð færri starfsmenn en hinir bankarnir og lægsta launakostnaðinn. Hjá allri samstæðu Arion banka störfuðu 801 einstaklingur í árslok, en sé einungis horft til móðurfélagsins Arion banka hf., bankans sjálfs, störfuðu þar 697 manns um áramót.

Heildarlaunakostnaður Arion banka nam tæpum 14,28 milljörðum króna, en af þeirri upphæð fór rúmur milljarður í laun og launatengd gjöld þeirra um það bil 100 starfsmanna sem misstu vinnuna í viðamiklum endurskipulagningaraðgerðum bankans í haust.

Örðugt er að bera saman meðallaun innan bankanna þriggja sökum þess að þeir gefa ekki frá sér sambærilegar upplýsingar um hversu mörg ársverk voru unnin innan þeirra. 

Árs­reikn­ing­ur Lands­bank­ans

Árs­reikn­ing­ur Íslands­banka

Árs­reikn­ing­ur Ari­on banka

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert