Vindur að ganga niður á höfuðborgarsvæðinu

Björgunarsveitarmenn að störfum í morgun.
Björgunarsveitarmenn að störfum í morgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Vind­ur er nú að ganga niður á höfuðborg­ar­svæðinu eins og spár gerðu ráð fyr­ir. App­el­sínu­gul viðvör­un tók gildi kl. 11 og renn­ur hún út kl. 14 eins og gefið var út í gær.

Ekki eru leng­ur lík­ur á snjó­komu og minnka því áhrif veðurs­ins hratt.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Veður­stofu Íslands, þar sem bent er á að veður­skil­yrði eru ólík inn­an höfuðborg­ar­svæðis­ins bæði eft­ir sveit­ar­fé­lög­um og hverf­um.

„Örfá hverfi voru í þokka­legu skjóli fyr­ir austanátt og veðrið náði sér því síður á strik þar.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert