Vindur að ganga niður á höfuðborgarsvæðinu

Björgunarsveitarmenn að störfum í morgun.
Björgunarsveitarmenn að störfum í morgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Vindur er nú að ganga niður á höfuðborgarsvæðinu eins og spár gerðu ráð fyrir. Appelsínugul viðvörun tók gildi kl. 11 og rennur hún út kl. 14 eins og gefið var út í gær.

Ekki eru lengur líkur á snjókomu og minnka því áhrif veðursins hratt.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands, þar sem bent er á að veðurskilyrði eru ólík innan höfuðborgarsvæðisins bæði eftir sveitarfélögum og hverfum.

„Örfá hverfi voru í þokkalegu skjóli fyrir austanátt og veðrið náði sér því síður á strik þar.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert