Efast um hlutleysi Hæstaréttar

Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður.
Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður. Ljósmynd/Aðsend

„Ég hef ekkert á móti því að Hæstiréttur fjalli um þetta mál. Það eina sem ég hef áhyggjur af í því sambandi er að dómurinn sem fjalli um þetta verði hlutlaust skipaður,“ segir Jón Steinar Gunnlaugsson, fv. hæstaréttardómari, og rökstyður mál sitt: „Ástæða þess að ég hef áhyggjur af því er auðvitað sú að andstæðingur minn, eða gagnaðili í þessu máli, er sjálfur dómari í Hæstarétti og formaður Dómstólasýslunnar,“ segir Jón Steinar og vísar til Benedikts Bogasonar.

Fram kom í Morgunblaðinu í gær að Hæstiréttur hefði samþykkt umsókn Benedikts um leyfi til að áfrýja dómi Landsréttar í meiðyrðamáli gegn Jóni Steinari. Dómur Landsréttar féll í nóvember en þar var Jón Steinar sýknaður.

Vinnubrögðin vekja ekki traust

„Þar að auki hef ég orðið var við vinnubrögð Benedikts í tengslum við rekstur þessa máls sem eru tortryggileg,“ segir Jón Steinar.

Spurður hvort það sé ekki alvörumál ef fyrrverandi hæstaréttardómari hafi áhyggjur af því að fá ekki réttláta málsmeðferð fyrir Hæstarétti svarar Jón Steinar að búast megi við því. Hann hafi hins vegar fyllstu ástæðu til að hafa þær áhyggjur. Þá til dæmis með hliðsjón af framgöngu Benedikts í málinu fram að þessu.

Ekki liggur fyrir hvenær áfrýjunin kemur til kasta Hæstaréttar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert