Aukin skjálftavirkni á Reykjanestá

Yfir 70 skjálftar hafa verið staðsettir á Reykjanestánni en virkni …
Yfir 70 skjálftar hafa verið staðsettir á Reykjanestánni en virkni þar hófst aðfaranótt sunnudags. Kort/Veðurstofa Íslands

„Við erum að sjá virkni núna á Reykjanestá en það er alls ekki víst að þetta sé eitthvað tengt Þorbirni,“ segir Elísa­bet Pálma­dótt­ir, nátt­úru­vár­sér­fræðing­ur hjá Veður­stofu Íslands. Yfir 70 skjálftar hafa verið staðsettir á Reykjanestánni en virkni þar hófst aðfaranótt sunnudags.

Stærsti skjálftinn þar er 2,9 að stærð.

Elísabet bendir á að búið sé að bæta við jarðskjálftamælum á Reykjanesi og kerfið þar sé því mun næmara. Því mælist litlir skjálftar sem ef till vill hefðu ekki komið á mælum áður.

„Það er alls ekki óvenjulegt að það mælist skjálftar á Reykjanestánni,“ segir Elísabet og ítrekar að það þurfi alls ekki að vera nein tenging milli virkninnar við Þorbjörn og á Reykjanestánni.

Horft yfir Bláa lónið með fjallið Þorbjörn í baksýn.
Horft yfir Bláa lónið með fjallið Þorbjörn í baksýn. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Það hafa ekki verið neinar vísbendingar um að það sé landris þarna [á Reykjanestá] í gangi miðað við síðustu myndir sem við höfum verið að fá.

Jarðskjálftavirkni mælist enn á svæðinu norðan við Grindavík og er yfir meðallagi en þó minni en þegar hún var hvað mest í lok janúar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert