Undanþágur undirstrika mikilvægið

Mikill fjöldi undanþágubeiðna hefur borist til Eflingar vegna verkfallsins sem hófst á miðnætti. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir þær sýna svart á hvítu hversu mikilvæg störf félagsfólk vinni. Frá upphafi hafi þó verið lagt upp með að virða þær beiðnir sem séu mikilvægastar.

Mikill fjöldi félagsmanna Eflingar var saman kominn í Iðnó í hádeginu þar sem fram fór baráttufundur vegna ótímabundna verkfallsins sem hófst á miðnætti. Um 1.800 félagsmenn lögðu niður störf.

Í ræðu sinni á fundinum lagði Sólveig Anna áherslu á undanþágurnar og hún fór yfir það í samtali við mbl.is sem má sjá í myndskeiðinu.

Fleiri félagsmenn tóku til máls og þeirra á meðal var Guðjón Reynisson sem hóf störf hjá dráttarvéladeild Reykjavíkurborgar á síðasta ári eftir að hafa unnið hjá einkaaðilum um árbil við sömu iðju. Guðjón, sem er ríflega sextugur, er ósáttur við að borgin skuli ekki meta þá starfsreynslu og að hann hafi farið beint á byrjunartaxta sem skilar honum 319 þúsund krónum í grunnlaun. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert