Fær meira í verkfalli en fyrir vinnuna

Leikskólastarfsmaður í borginni varð undrandi er hann sá að hann …
Leikskólastarfsmaður í borginni varð undrandi er hann sá að hann fengi meira úr vinnudeilusjóði Eflingar en fyrir vinnu sína á leikskóla. Mynd af leikskólabörnum á ferð um miðborgina, úr safni. mbl.is/Hari

Leik­skóla­starfsmaður hjá Reykja­vík­ur­borg, sem sit­ur nú heima í ótíma­bundnu verk­falli Efl­ing­ar, vek­ur at­hygli á því að hann fær meira greitt úr vinnu­deilu­sjóði Efl­ing­ar á meðan verk­fallið stend­ur yfir en fyr­ir starf sitt á leik­skóla í borg­inni.

Efl­ing hef­ur greitt starfs­mönn­um borg­ar­inn­ar 18.000 krón­ur úr vinnu­deilu­sjóði fyr­ir hvern heil­an vinnu­dag sem þeir leggja niður störf, en þessi til­tekni starfsmaður er á taxta sem skil­ar um 340.000 krón­um í heild­ar­laun fyr­ir 100% starf sem ófag­lærður leiðbein­andi á leik­skóla í borg­inni.

Starfsmaður­inn tek­ur dæmi af launa­seðli sín­um frá því í nóv­em­ber, en í þeim mánuði voru vinnu­dag­arn­ir 21 tals­ins. Fasti dag­vinnu­taxt­inn fyr­ir starfið er 305.450 krón­ur og ofan á það bæt­ist greidd yf­ir­vinna fyr­ir föst neyslu­hlé auk or­lofs, sam­tals um 34 þúsund krón­ur, sem ger­ir rösk­lega 16 þúsund fyr­ir hvern unn­in vinnu­dag.

„Fannst rétt að vekja at­hygli á þessu þar sem það er frek­ar fá­rán­legt að sitja heima í verk­falli (sem al­mennt telst kvíðavald­andi vegna tekju­leys­is) og fá meira fyr­ir það en að vera raun­veru­lega í vinn­unni,“ skrif­ar starfsmaður­inn, sem vildi ekki láta nafns síns getið, til mbl.is.

Rétt er að taka fram að þó starfsmaður­inn virðist fljótt á litið vera að fá meira í sinn hlut, þýðir það ekki að hann sé bet­ur sett­ur með greiðsluna í vinnu­deilu­sjóði. Skatt­ur er greidd­ur af þess­um 18.000 kón­um og starfsmaður­inn verður einnig af öll­um launa­tengd­um greiðslum og vinn­ur sér ekki inn nein líf­eyr­is­sjóðsrétt­indi.

Geng­ur í báðar átt­ir og breyt­ist í ótíma­bundna verk­fall­inu

Viðar Þor­steins­son fram­kvæmda­stjóri Efl­ing­ar seg­ir við mbl.is að vissu­lega séu dæmi um þetta, en þetta gangi líka á hinn veg­inn, þannig að launa­hærri starfs­menn sem hafi lagt niður störf séu að fá minna í verk­fall­inu en þeir myndu fá í launaum­slagið fyr­ir að sinna starfi sínu.

Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar.
Viðar Þor­steins­son, fram­kvæmda­stjóri Efl­ing­ar. mbl.is/​Hari

Viðar seg­ir að 18.000 krón­urn­ar séu nærri meðaltali dags­launa hjá þeim hóp­um sem lagt hafa niður störf, en hann seg­ir að núna þegar ótíma­bundið verk­fall sé skollið á verði um­sókn­ir um greiðslur úr vinnu­deilu­sjóðnum með ei­lítið öðru fyr­ir­komu­lagi.

Fram­kvæmda­stjór­inn seg­ir að horft verði til starfs­hlut­falls og raun­veru­legs vinnu­taps þeirra sem sækja um greiðslur úr vinnu­deilu­sjóðnum, í stað þess sama upp­hæðin renni til allra, eins og gert var í skæru­verk­föll­un­um.

Frétt­in hef­ur verið upp­færð..

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert