Vigdís kaus ein gegn stofnun heimavistar

Tilgangurinn með stofnun heimavistar er að styðja við aukið jafnrétti …
Tilgangurinn með stofnun heimavistar er að styðja við aukið jafnrétti til náms óháð búsetu og efnahag. mbl.is/Hari

Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, kaus í dag ein borgarfulltrúa gegn tillögu um að borgarstjórn samþykkti að beita sér fyrir stofnun heimavistar á höfuðborgarsvæðinu. Tilgangurinn með slíkri heimavist er að styðja við aukið jafnrétti til náms óháð búsetu og efnahag, að því er fram kemur í bókun meirihlutans. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, sat hjá við atkvæðagreiðsluna.

„Margir framhaldsskólanemar af landsbyggðinni sækja sér menntun til höfuðborgarsvæðisins enda framboð af námi hér meira en annars staðar á landinu. Við teljum rétt að Reykjavíkurborg lýsi yfir skýrum vilja til að liðka fyrir og taka þátt í stofnun heimavistar fyrir framhaldsskólanemendur á höfuðborgarsvæðinu og fjölgi þannig húsnæðisvalkostum fyrir ungt fólk sem hyggst stunda nám í borginni,“ segir meðal annars í bókun meirihlutans.

Líkt og áður sagði var tillagan samþykkt af öllum borgarfulltrúum, nema Vigdísi Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert