Söngur Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis, og taktlaust víkingaklapp sem hann stýrir í nýsjálenska þinginu vekur athygli í myndskeiði frá heimsókn Steingríms til Nýja-Sjálands.
Með Steingrími í för voru Helgi Hrafn Gunnarsson, 6. varaforseti Alþingis, og Hanna Katrín Friðriksson, formaður þingflokks Viðreisnar, ásamt Jörundi Kristjánssyni, forstöðumanni forsetaskrifstofu.
„Það sem hæst hefur borið í opinberri heimsókn forseta Alþingis til Nýja-Sjálands síðustu daga er þingmannasamstarf, samvinna á sviði jarðvarma og möguleikar á sviði ferðaþjónustu og viðskipta,“ segir á vef Alþingis.
Það er þó söngurinn og víkingaklappið, í upphafi og enda myndskeiðs, sem vekja líklega mesta athygli: